Tíu ár frá fyrstu tónleikum: Stundum tekur spuninn og bullið í okkur völdin og þá er fjandinn laus, Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. janúar 2017 10:45 Vinirnir Halli og Gói halda leikhústónleika á Hard Rock Café í kvöld. Vísir/Eyþór „Það verður mikið stuð, við Gói ætlum að flytja lög úr leikritum og söngleikjum ásamt því að bulla almennt á milli laga, tónleikarnir verða haldnir í Hard Rock Café í glænýjum sal,“ segir leikarinn Hallgrímur Ólafsson, en hann og Guðjón Davíð Karlsson halda leikhústónleika í kvöld. Vinirnir eru að taka upp þráðinn á nýjan leik en þeir fluttu svipað prógramm þegar þeir störfuðu saman hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir um tíu árum. „Þetta byrjaði fyrir tíu árum þegar við vorum báðir að leika hjá Leikfélagi Akureyrar. Eitt af mörgum verkefnum okkar þar var að leiklesa leikritið Ævintýri á gönguför, sem er danskt leikrit sem fyrst var sýnt hér 1882. Þetta er ansi skemmtilegt leikrit og þar er lag sem heitir Ég vil fá mér kærustu. Við félagarnir fórum að ræða hvað væri mikið af skemmtilegum lögum sem væru vinsæl, eins og þetta lag sem hljómsveitin Hjálmar var þá nýbúin að gefa út, en fáir vissu að væri úr leikriti,“ útskýrir Halli. Ævintýrið hófst á Græna hattinum á Akureyri og fjöldi fólks mætti til að skemmta sér með strákunum en gleðin var við völd öll kvöld sem þeir komu saman.Halli og Gói skemmta Skagamönnum á Akranesi í nóvember á síðasta ári. Mynd/Halli„Við smöluðum saman í hljómsveit og héldum tónleika á Græna hattinum. Við höfðum svo gaman af þessu að við gerðum þetta nokkrum sinnum og alltaf fylltist kofinn. Við fórum svo báðir að vinna hér í Reykjavík og þá liðu alltaf nokkrir mánuðir á milli gigga. Nú í nóvember ákváðum við að dusta rykið af þessu og spiluðum fyrir troðfullu húsi á Akranesi,“ segir Halli og bætir við að núna ætli þeir að blása lífi í þetta prógramm í Reykjavík. Í kvöld koma strákarnir fram ásamt stórri hljómsveit, en hljómsveitina skipa Þorgils Björgvinsson á gítar, Sigurþór Þorgilsson á bassa, Birgir Þórisson á píanó og Jón Borgar Loftsson á trommur. „Það er óhætt að segja að við erum rosa spenntir. Með okkur er frábært band og hver veit nema Magnús Magnús Magnússon komi og taki víkingaklappið svona til að kóróna kvöldið,“ segir Halli léttur, en þess má geta að í síðasta áramótaskaupi lék hann eftirminnilegan stuðningsmann íslenska landsliðsins í fótbolta sem bar nafnið Magnús Magnús Magnússon og sló rækilega í gegn. En hvernig verður prógrammið í kvöld? „Það verður virkilega skemmtilegt og þétt prógramm sem samanstendur af lögum sem við höfum sungið í leikritum og söngleikjum og lögum sem okkur hefur alltaf langað að syngja. Svo segjum við sögur og sprellum á milli laga. Aðalatriðið er að hafa gaman,“ segir Halli. Spurður út í hvernig æfingaferlið hefur gengið samhliða æfingum á Fjarskalandi, nýju barnaleikriti eftir Góa, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi segir Halli að það hafi gengið vel. „Það gekk bara vel, þetta prógramm var náttúrulega til í grunninn svo við þurftum bara að dusta rykið af því og fínpússa. En svo vitum við náttúrulega ekkert hvað gerist, stundum tekur spuninn og bullið í okkur völdin og þá er fjandinn laus, skemmtilegur fjandi samt sem áður,“ segir Halli hress. Menning Mest lesið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það verður mikið stuð, við Gói ætlum að flytja lög úr leikritum og söngleikjum ásamt því að bulla almennt á milli laga, tónleikarnir verða haldnir í Hard Rock Café í glænýjum sal,“ segir leikarinn Hallgrímur Ólafsson, en hann og Guðjón Davíð Karlsson halda leikhústónleika í kvöld. Vinirnir eru að taka upp þráðinn á nýjan leik en þeir fluttu svipað prógramm þegar þeir störfuðu saman hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir um tíu árum. „Þetta byrjaði fyrir tíu árum þegar við vorum báðir að leika hjá Leikfélagi Akureyrar. Eitt af mörgum verkefnum okkar þar var að leiklesa leikritið Ævintýri á gönguför, sem er danskt leikrit sem fyrst var sýnt hér 1882. Þetta er ansi skemmtilegt leikrit og þar er lag sem heitir Ég vil fá mér kærustu. Við félagarnir fórum að ræða hvað væri mikið af skemmtilegum lögum sem væru vinsæl, eins og þetta lag sem hljómsveitin Hjálmar var þá nýbúin að gefa út, en fáir vissu að væri úr leikriti,“ útskýrir Halli. Ævintýrið hófst á Græna hattinum á Akureyri og fjöldi fólks mætti til að skemmta sér með strákunum en gleðin var við völd öll kvöld sem þeir komu saman.Halli og Gói skemmta Skagamönnum á Akranesi í nóvember á síðasta ári. Mynd/Halli„Við smöluðum saman í hljómsveit og héldum tónleika á Græna hattinum. Við höfðum svo gaman af þessu að við gerðum þetta nokkrum sinnum og alltaf fylltist kofinn. Við fórum svo báðir að vinna hér í Reykjavík og þá liðu alltaf nokkrir mánuðir á milli gigga. Nú í nóvember ákváðum við að dusta rykið af þessu og spiluðum fyrir troðfullu húsi á Akranesi,“ segir Halli og bætir við að núna ætli þeir að blása lífi í þetta prógramm í Reykjavík. Í kvöld koma strákarnir fram ásamt stórri hljómsveit, en hljómsveitina skipa Þorgils Björgvinsson á gítar, Sigurþór Þorgilsson á bassa, Birgir Þórisson á píanó og Jón Borgar Loftsson á trommur. „Það er óhætt að segja að við erum rosa spenntir. Með okkur er frábært band og hver veit nema Magnús Magnús Magnússon komi og taki víkingaklappið svona til að kóróna kvöldið,“ segir Halli léttur, en þess má geta að í síðasta áramótaskaupi lék hann eftirminnilegan stuðningsmann íslenska landsliðsins í fótbolta sem bar nafnið Magnús Magnús Magnússon og sló rækilega í gegn. En hvernig verður prógrammið í kvöld? „Það verður virkilega skemmtilegt og þétt prógramm sem samanstendur af lögum sem við höfum sungið í leikritum og söngleikjum og lögum sem okkur hefur alltaf langað að syngja. Svo segjum við sögur og sprellum á milli laga. Aðalatriðið er að hafa gaman,“ segir Halli. Spurður út í hvernig æfingaferlið hefur gengið samhliða æfingum á Fjarskalandi, nýju barnaleikriti eftir Góa, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi segir Halli að það hafi gengið vel. „Það gekk bara vel, þetta prógramm var náttúrulega til í grunninn svo við þurftum bara að dusta rykið af því og fínpússa. En svo vitum við náttúrulega ekkert hvað gerist, stundum tekur spuninn og bullið í okkur völdin og þá er fjandinn laus, skemmtilegur fjandi samt sem áður,“ segir Halli hress.
Menning Mest lesið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira