Versta byrjun Tiger á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 08:30 Tiger Woods á vellinum í gær. Vísir/Getty Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Farmers Insurance-mótsins á PGA-mótaröðinni í gær. Woods er að koma sér aftur af stað eftir langvarandi meiðsli og spilaði á 76 höggum, fjórum höggum yfir pari vallarins. Hann hefur aldrei byrjað tímabil á PGA-mótaröðinni verr en fyrir tveimur árum hóf hann leik á 73 höggum á fyrsta sínu það árið. Woods var á einum undir pari eftir ellefu holur en lenti í basli á seinni níu holunum. Þá fékk hann þrjá skolla í röð, þann fyrsta á 12. holu, og svo tvöfaldan skolla á fimmtándu holu. Til að bæta gráu á svart þá kom enn einn skollinn á sautjándu holu. „Ég barðist eins og ég gat í dag,“ sagði Woods. „Þetta rann út í sandinn hjá mér á seinni níu og því miður hitti ég illa. En ég reyndi hvað ég gat og var í ágætri stöðu til að ná góðum hring. En ég kláraði hringinn og það er eitt af því jákvæða sem gerðist í dag.“ Woods er nú ellefu höggum á eftir fremsta manni, Englendingnum Justin Rose sem spilaði á sjö höggum undir pari í gær. Sýnt verður beint frá Farmers Insurance mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 20.00. Golf Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Farmers Insurance-mótsins á PGA-mótaröðinni í gær. Woods er að koma sér aftur af stað eftir langvarandi meiðsli og spilaði á 76 höggum, fjórum höggum yfir pari vallarins. Hann hefur aldrei byrjað tímabil á PGA-mótaröðinni verr en fyrir tveimur árum hóf hann leik á 73 höggum á fyrsta sínu það árið. Woods var á einum undir pari eftir ellefu holur en lenti í basli á seinni níu holunum. Þá fékk hann þrjá skolla í röð, þann fyrsta á 12. holu, og svo tvöfaldan skolla á fimmtándu holu. Til að bæta gráu á svart þá kom enn einn skollinn á sautjándu holu. „Ég barðist eins og ég gat í dag,“ sagði Woods. „Þetta rann út í sandinn hjá mér á seinni níu og því miður hitti ég illa. En ég reyndi hvað ég gat og var í ágætri stöðu til að ná góðum hring. En ég kláraði hringinn og það er eitt af því jákvæða sem gerðist í dag.“ Woods er nú ellefu höggum á eftir fremsta manni, Englendingnum Justin Rose sem spilaði á sjö höggum undir pari í gær. Sýnt verður beint frá Farmers Insurance mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 20.00.
Golf Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira