Ólafía úr leik eftir að hafa misst flugið á lokaholunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júní 2017 23:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti skrautlegan fyrsta hring en þarf nú að komast í gegnum niðurskurðinn. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi eftir ótrúlegan hring í kvöld. Hún var fyrir innan niðurskurðarlínuna er aðeins sjö holur voru eftir en þá fór allt á versta veg. Ólafía hóf leik á tíundu brautinni í dag en fyrstu níu holur dagsins léku hana ansi grátt í gær. Það átti ekki að endurtaka sig. Hún nældi í par á fyrstu tveimur en fékk svo skolla. Það kom henni ekki úr jafnvægi því hún paraði næstu fimm holurnar. Þá kviknaði á okkar konu. Hún gerði sér lítið fyrir og fékk þrjá fugla í röð og var óheppin að taka ekki einn örn líka. Gjörbreytti sinni stöðu og komst inn fyrir niðurskurðarlínuna. Er hún var enn hátt uppi kom smá kjaftshögg er hún fékk skolla á þriðju braut sem var hennar tólfta. Það fór illa í hana því í kjölfarið komu tveir skollar í viðbót. Þrír fuglar og svo þrír skollar. Skrautlegt. Martröð Ólafía var ekki lokið þar því hún fékk fjórða skollann í röð á sjöttu holu. Sjálfstraustið virtist vera farið enda að missa tvö stutt pútt tvær holur í röð. Hún paraði svo síðustu þrjár holurnar og kom í hús á 73 höggum eða tveim höggum yfir pari. Svekkjandi niðurstaða eftir að hafa verið í frábærri stöðu þegar aðeins sjö holur voru eftir. Ólafía var fylgt náið eftir í Chicago af Þorsteini Hallgrímssyni og hér að neðan má lesa beina lýsingu frá hringnum og sjá myndir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi eftir ótrúlegan hring í kvöld. Hún var fyrir innan niðurskurðarlínuna er aðeins sjö holur voru eftir en þá fór allt á versta veg. Ólafía hóf leik á tíundu brautinni í dag en fyrstu níu holur dagsins léku hana ansi grátt í gær. Það átti ekki að endurtaka sig. Hún nældi í par á fyrstu tveimur en fékk svo skolla. Það kom henni ekki úr jafnvægi því hún paraði næstu fimm holurnar. Þá kviknaði á okkar konu. Hún gerði sér lítið fyrir og fékk þrjá fugla í röð og var óheppin að taka ekki einn örn líka. Gjörbreytti sinni stöðu og komst inn fyrir niðurskurðarlínuna. Er hún var enn hátt uppi kom smá kjaftshögg er hún fékk skolla á þriðju braut sem var hennar tólfta. Það fór illa í hana því í kjölfarið komu tveir skollar í viðbót. Þrír fuglar og svo þrír skollar. Skrautlegt. Martröð Ólafía var ekki lokið þar því hún fékk fjórða skollann í röð á sjöttu holu. Sjálfstraustið virtist vera farið enda að missa tvö stutt pútt tvær holur í röð. Hún paraði svo síðustu þrjár holurnar og kom í hús á 73 höggum eða tveim höggum yfir pari. Svekkjandi niðurstaða eftir að hafa verið í frábærri stöðu þegar aðeins sjö holur voru eftir. Ólafía var fylgt náið eftir í Chicago af Þorsteini Hallgrímssyni og hér að neðan má lesa beina lýsingu frá hringnum og sjá myndir.
Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira