Erlent

Þjóðverjar lögleiða hjónabönd samkynja einstaklinga

Samúel Karl Ólason skrifar
Þinghúsið í Berlín.
Þinghúsið í Berlín. Vísir/AFP
Þjóðverjar lögleiddu í dag hjónabönd samkynja einstaklinga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristinna demókrata, veitti þingmönnum flokksins blessun sína til að kjósa eftir samvisku sinni og fylgja ekki þeirri flokkslínu að vera á móti lagabreytingunni. Atkvæðagreiðslan fór 393 gegn 226.

Skoðanakannanir sýna samkvæmt AFP fréttaveitunni að þrír af hverjum fjórum Þjóðverjum eru hlynntir því að veita samkynja pörum sömu réttindi og öðrum.

Sjálf segir Merkel að hún hafi kosið á móti frumvarpinu og að hún trúi því að hjónaband ætti að vera á milli manns og konu. Hins vegar segist hún vonast til þess að lögin myndu leiða til samþjöppunar Þjóðverja og aukins friðar.

Reiknað er með því að lögin taki gildi í lok ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×