„Tortímandinn“ hefur látið ógilda 1500 barnahjónabönd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 14:36 Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women, ásamt Theresu Kachindamoto í Malaví. Nýlega tóku í gildi lög í Malaví þar sem stjórnarskrá landsins var breytt á þann veg að nú er ólöglegt að gifta sig fyrir 18 ára aldur. Malavíska þingið samþykkti um miðjan febrúar að breyta stjórnarskránni á þennan veg og í lok apríl staðfesti Peter Mutharika, forseti Malaví, breytinguna. Með henni er lokað fyrir smugu sem var í lögum Malaví og kváðu á um að leyfilegt væri að giftast 15 ára gömlum börnum ef foreldrarnir gæfu leyfi fyrir því.Mikið um barnahjónabönd í Malaví Lagabreytingin er þýðingarmikil í baráttunni gegn barnahjónaböndum í landinu en samkvæmt UNICEF er Malaví með 11. hæsta hlutfall barnahjónabanda í heiminum. Eru það aðallega ungar stúlkur sem giftar eru eldri mönnum þegar þær eru enn á barnsaldri. Einn ötulasti baráttumaðurinn gegn barnahjónaböndum í Malaví er Theresa Kachindamoto sem gengur jafnan undir nafninu „The Terminator“ eða „Tortímandinn.“ Ástæðan fyrir gælunafninu er sú að hún hefur á undanförnum sex árum látið ógilda 1500 barnahjónabönd og hjálpað stúlkum að komast aftur í skóla.Fræðir foreldra, karlmenn og stúlkur um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda Kachindamoto er einn af 300 héraðshöfðingjum í Malaví sem UN Women veita fjárhagslega og tæknilega aðstoð við að binda endi á barnahjónabönd. Í landinu er hlutverk héraðshöfðingjanna meðal annars að varðveita hefðir samfélagsins en það veitir þeim rétt til að afnema skaðlega siði á borð við þvinguð barnahjónabönd. Alls ræður Kachindamoto yfir 551 þorpi og hlutverk hennar meðal annars fólgið í því að leiðbeina þorpshöfðingjunum við að fræða íbúa þorpanna, foreldra, karlmenn og stúlkurnar sjálfar um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda fyrir stúlkur og konur. Þá fá kennarar einnig fræðslu en margir þeirra eru haldnir fordómum gagnvart barnsungum mæðrum sem koma aftur í skóla eftir að hafa eignast barn.Hægt að leggja baráttunni lið Með vinnu sinni hvetur Kachindamoto til viðhorfsbreytingar á meðal þorpsbúa en hún leggur mikla áherslu á að stúlkur gangi í skóla. Þá vinnur hún hörðum höndum að því að koma stúlkum sem hafa verið giftar í skóla. Ef einhver þorpshöfðingi undir stjórn Kachindamoto leyfir barnahjónaband er honum umsvifalaust vikið úr starfi en nú þegar hefur „Tortímandinn“ rekið fimm höfðingja úr embætti. Barátta hennar gegn barnahjónaböndum heldur áfram en Íslendingar geta stutt við málefnið með þvía ð senda sms-ið KONUR í símanúmerið 1900 og lagt þannig sitt af mörkum við að ógilda barnahjónabönd í Malaví. Hér að neðan má sjá umfjöllun UN Women um Kachindamoto og barnahjónabönd í Malaví og hér má lesa ítarlegt viðtal við Kachindamoto. Malaví Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nýlega tóku í gildi lög í Malaví þar sem stjórnarskrá landsins var breytt á þann veg að nú er ólöglegt að gifta sig fyrir 18 ára aldur. Malavíska þingið samþykkti um miðjan febrúar að breyta stjórnarskránni á þennan veg og í lok apríl staðfesti Peter Mutharika, forseti Malaví, breytinguna. Með henni er lokað fyrir smugu sem var í lögum Malaví og kváðu á um að leyfilegt væri að giftast 15 ára gömlum börnum ef foreldrarnir gæfu leyfi fyrir því.Mikið um barnahjónabönd í Malaví Lagabreytingin er þýðingarmikil í baráttunni gegn barnahjónaböndum í landinu en samkvæmt UNICEF er Malaví með 11. hæsta hlutfall barnahjónabanda í heiminum. Eru það aðallega ungar stúlkur sem giftar eru eldri mönnum þegar þær eru enn á barnsaldri. Einn ötulasti baráttumaðurinn gegn barnahjónaböndum í Malaví er Theresa Kachindamoto sem gengur jafnan undir nafninu „The Terminator“ eða „Tortímandinn.“ Ástæðan fyrir gælunafninu er sú að hún hefur á undanförnum sex árum látið ógilda 1500 barnahjónabönd og hjálpað stúlkum að komast aftur í skóla.Fræðir foreldra, karlmenn og stúlkur um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda Kachindamoto er einn af 300 héraðshöfðingjum í Malaví sem UN Women veita fjárhagslega og tæknilega aðstoð við að binda endi á barnahjónabönd. Í landinu er hlutverk héraðshöfðingjanna meðal annars að varðveita hefðir samfélagsins en það veitir þeim rétt til að afnema skaðlega siði á borð við þvinguð barnahjónabönd. Alls ræður Kachindamoto yfir 551 þorpi og hlutverk hennar meðal annars fólgið í því að leiðbeina þorpshöfðingjunum við að fræða íbúa þorpanna, foreldra, karlmenn og stúlkurnar sjálfar um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda fyrir stúlkur og konur. Þá fá kennarar einnig fræðslu en margir þeirra eru haldnir fordómum gagnvart barnsungum mæðrum sem koma aftur í skóla eftir að hafa eignast barn.Hægt að leggja baráttunni lið Með vinnu sinni hvetur Kachindamoto til viðhorfsbreytingar á meðal þorpsbúa en hún leggur mikla áherslu á að stúlkur gangi í skóla. Þá vinnur hún hörðum höndum að því að koma stúlkum sem hafa verið giftar í skóla. Ef einhver þorpshöfðingi undir stjórn Kachindamoto leyfir barnahjónaband er honum umsvifalaust vikið úr starfi en nú þegar hefur „Tortímandinn“ rekið fimm höfðingja úr embætti. Barátta hennar gegn barnahjónaböndum heldur áfram en Íslendingar geta stutt við málefnið með þvía ð senda sms-ið KONUR í símanúmerið 1900 og lagt þannig sitt af mörkum við að ógilda barnahjónabönd í Malaví. Hér að neðan má sjá umfjöllun UN Women um Kachindamoto og barnahjónabönd í Malaví og hér má lesa ítarlegt viðtal við Kachindamoto.
Malaví Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira