Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2017 21:57 Cooper hafði litla þolinmæði fyrir útskýringum rágjafa forseta Bandaríkjanna. CNN Fréttamaðurinn Anderson Cooper ranghvolfdi augum sínum á meðan hann hlustaði á Kellyanne Conway, ráðgjafa Donald Trump forseta Bandaríkjanna. Atvikið átti sér stað á meðan Cooper fjallaði um ákvörðun Trump um að reka James Comey, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í þætti sínum Anderson Cooper 360 á CNN í gær. Cooper hafði spurt Conway um þessa ákvörðun Trumps og ákvað Conway að nefna nokkrar staðreyndir sem komu málinu ekki beint við. Það varð til þess að Cooper ranghvolfdi augunum og sló það í gegn á samfélagsmiðlum.Best. EyeRoll. Ever.... pic.twitter.com/K7R3og8csE— James Corden (@JKCorden) May 10, 2017 Conway hélt því fram að ástæðan fyrir því að Comey hefði verið rekinn væri vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn á tölvupóst-málum Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, í fyrra. Cooper var ekki að kaupa þessa útskýringu Conway og bað hana um að útskýra hvernig stæði á því að Trump hefði hrósað Comey á meðan kosningabaráttunni stóð í fyrra en ákveðið að reka hann í gær. „Sú manneskja er ekki lengur til? Forsetaframbjóðandinn Trump er bara sögupersóna sem við megum ekki lengur vísa til?,“ spurði Cooper. Conway hóf svar sitt á því að segja að hún ætlaði sér að hunsa hversu kaldranaleg framkoma Cooper væri. Hún sagði svo að Trump hefði hreinlega ekki trú á hæfileikum Comey.Hægt er að horfa á viðtalið í heild hér fyrir neðan: Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Fréttamaðurinn Anderson Cooper ranghvolfdi augum sínum á meðan hann hlustaði á Kellyanne Conway, ráðgjafa Donald Trump forseta Bandaríkjanna. Atvikið átti sér stað á meðan Cooper fjallaði um ákvörðun Trump um að reka James Comey, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í þætti sínum Anderson Cooper 360 á CNN í gær. Cooper hafði spurt Conway um þessa ákvörðun Trumps og ákvað Conway að nefna nokkrar staðreyndir sem komu málinu ekki beint við. Það varð til þess að Cooper ranghvolfdi augunum og sló það í gegn á samfélagsmiðlum.Best. EyeRoll. Ever.... pic.twitter.com/K7R3og8csE— James Corden (@JKCorden) May 10, 2017 Conway hélt því fram að ástæðan fyrir því að Comey hefði verið rekinn væri vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn á tölvupóst-málum Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, í fyrra. Cooper var ekki að kaupa þessa útskýringu Conway og bað hana um að útskýra hvernig stæði á því að Trump hefði hrósað Comey á meðan kosningabaráttunni stóð í fyrra en ákveðið að reka hann í gær. „Sú manneskja er ekki lengur til? Forsetaframbjóðandinn Trump er bara sögupersóna sem við megum ekki lengur vísa til?,“ spurði Cooper. Conway hóf svar sitt á því að segja að hún ætlaði sér að hunsa hversu kaldranaleg framkoma Cooper væri. Hún sagði svo að Trump hefði hreinlega ekki trú á hæfileikum Comey.Hægt er að horfa á viðtalið í heild hér fyrir neðan:
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30