Ítalska sjö ára reglan að ganga upp einu sinni enn í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 14:30 Jose Mourinho stýrði Inter til sigurs í Meistaradeildinni 2010. Vísir/Getty Juventus er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út franska spútnikliðið Mónakó út úr undanúrslitunum í gær. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum sem fer fram í Cardiff 3. júní næstkomandi. Spænski knattspyrnutölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo var fljótur að benda á það eftir úrslitin í gær að nú væri útlit fyrir það að ítalska sjö ára reglan væri að ganga upp einu sinni enn.CAMPEONES COPA DE EUROPA: 1989 ITALIA (Milan) +7 1996 ITALIA (Juve) +7 2003 ITALIA (Milan) +7 2010 ITALIA (Inter) +7 2017 ¿ITALIA (Juve)? — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Frá og með árinu 1989 hefur ítalska lið nefnilega fagna sigri í Meistaradeildinni á sjö ára fresti en ítölsku liðin hafa reyndar bætt við nokkrum Meistaradeildartitlum líka í bónus. AC Milan tryggði sér sigur í Evrópukeppni meistaraliða 1989 eftir sannfærandi 4–0 sigur á Steaua Búkarest í úrslitaleik á Nývangi í Barcelona. Hollendingarnir Ruud Gullit og Marco van Basten skoruðu báðir tvö mörk fyrir AC Milan. Sjö árum síðar var úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvanginum í Róm og þá vann Juventus sigur á Ajax í vítakeppni. Leikmenn Juve nýttu öll fjögur vítin sín en leikmenn Ajax aðeins tvö. Árið 2003 fór úrslitaleikurinn fram á Old Trafford í Manchester og það var ljóst fyrir leikinn að ítalskt lið myndi vinna. AC Milan vann á endanum 3-2 í vítakeppni eftir að leikmenn Juve klikkuðu á þremur vítaspyrnum. Fyrir sjö árum, eða árið 2010, vann Internazionale síðan 2-0 sigur á Bayern München í úrslitaleiknum sem fór fram á Santiago Bernabéu leikvanginum í Madrid. Nú árið 2017 ætti því að vera komið aftur að ítölsku liði. Juventus mætir að öllum líkindum liði Real Madrid í úrslitaleiknum en Real-menn unnu í fyrra og eiga ekki bara möguleika á að vinna tvö ár í röð heldur í þriðja sinn á fjórum árum. Auk þess að vinna á sjö ára fresti (1989, 1996, 2003 og 2010) þá unnu ítölsk lið einnig Meistaradeildina 1990 (AC Milan), 1994 (AC Milan) og 2007 (AC Milan). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00 Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30 Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
Juventus er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út franska spútnikliðið Mónakó út úr undanúrslitunum í gær. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum sem fer fram í Cardiff 3. júní næstkomandi. Spænski knattspyrnutölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo var fljótur að benda á það eftir úrslitin í gær að nú væri útlit fyrir það að ítalska sjö ára reglan væri að ganga upp einu sinni enn.CAMPEONES COPA DE EUROPA: 1989 ITALIA (Milan) +7 1996 ITALIA (Juve) +7 2003 ITALIA (Milan) +7 2010 ITALIA (Inter) +7 2017 ¿ITALIA (Juve)? — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Frá og með árinu 1989 hefur ítalska lið nefnilega fagna sigri í Meistaradeildinni á sjö ára fresti en ítölsku liðin hafa reyndar bætt við nokkrum Meistaradeildartitlum líka í bónus. AC Milan tryggði sér sigur í Evrópukeppni meistaraliða 1989 eftir sannfærandi 4–0 sigur á Steaua Búkarest í úrslitaleik á Nývangi í Barcelona. Hollendingarnir Ruud Gullit og Marco van Basten skoruðu báðir tvö mörk fyrir AC Milan. Sjö árum síðar var úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvanginum í Róm og þá vann Juventus sigur á Ajax í vítakeppni. Leikmenn Juve nýttu öll fjögur vítin sín en leikmenn Ajax aðeins tvö. Árið 2003 fór úrslitaleikurinn fram á Old Trafford í Manchester og það var ljóst fyrir leikinn að ítalskt lið myndi vinna. AC Milan vann á endanum 3-2 í vítakeppni eftir að leikmenn Juve klikkuðu á þremur vítaspyrnum. Fyrir sjö árum, eða árið 2010, vann Internazionale síðan 2-0 sigur á Bayern München í úrslitaleiknum sem fór fram á Santiago Bernabéu leikvanginum í Madrid. Nú árið 2017 ætti því að vera komið aftur að ítölsku liði. Juventus mætir að öllum líkindum liði Real Madrid í úrslitaleiknum en Real-menn unnu í fyrra og eiga ekki bara möguleika á að vinna tvö ár í röð heldur í þriðja sinn á fjórum árum. Auk þess að vinna á sjö ára fresti (1989, 1996, 2003 og 2010) þá unnu ítölsk lið einnig Meistaradeildina 1990 (AC Milan), 1994 (AC Milan) og 2007 (AC Milan).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00 Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30 Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00
Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30
Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45