Landspítalinn er settur í ómögulega samkeppnisstöðu Einar S. Björnsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. Klínikin heitir eftir þeim bræðrum William og Charles Mayo sem settu á stofn þessa framgangsríku klínik. Öndvert þeirri Klínik sem staðsett er í Ármúla, hefur Mayo Clinic aldrei verið ætlað að skapa gróða eða borga út arð til eigendanna. Það er ekki dýrara fyrir sjúklinga að sækja þar læknisaðstoð en annars staðar í Bandaríkjunum þó svo að frægð og þekking sérfræðinganna beri af á mörgum sviðum og í raun þekkt um allan heim. Allur ágóði hefur verið notaður til að byggja upp innviði stofnunarinnar, ráða færa sérfræðinga og treysta innviði með það að markmiði að veita sem besta heilbrigðisþjónustu. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um málefni Landspítalans og eins og venjulega um fjárveitingar til spítalans. Þó að almenningur hafi sýnt gríðarlegan stuðning við frumkvæði Kára Stefánssonar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins eru efndirnar umdeildar. Það er þó ótvírætt að ákvörðun hefur verið tekin um byggingu nýs Landspítala á næstu árum og því ber að fagna.Erfiðara að vinna á biðlistum Þó svo að deila megi um hversu stór hluti fjárútgjalda ríkisins fari til heilbrigðismála verður alltaf um takmarkað hlutfall að ræða. Þannig hefur Páll Matthíasson, forstjóri LSH, réttilega bent á að ef er farið út í að styðja við aðgerðir sem krefjast sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu utan Landspítalans, eins og liðskiptaaðgerðir, eru allar líkur á því að erfiðara verði fyrir Landspítalann að vinna á löngum biðlistum sem yfirleitt krefst aukins fjármagns og eins og bent er á hér að ofan er það takmarkað. Undirritaður ræddi um daginn við ungt og vel menntað fólk um heilbrigðiskerfið. Það kom á óvart að þau höfðu ekki gert sér grein fyrir þeim reginmun sem er á fjármögnun Landspítalans og annarra þeirra sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu. Öllum finnst réttlátt að læknar, rannsóknarstofur eða röntgenfyrirtæki fái borgað fyrir hvern sjúkling sem kemur og fær þjónustu. En þegar kemur að Landspítalanum er það alls ekki þannig. Það skiptir engu máli hversu mikla þjónustu Landspítalinn veitir eða hversu marga sjúklinga hann sér um. Hann fær fasta fjármögnun. Þannig að, eins og góður maður benti á, er Landspítalanum áskapað að tapa á meðan þetta kerfi er við lýði. Það er kominn tími til að snúa þessu við og að Landspítalinn fái réttláta fjármögnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. Klínikin heitir eftir þeim bræðrum William og Charles Mayo sem settu á stofn þessa framgangsríku klínik. Öndvert þeirri Klínik sem staðsett er í Ármúla, hefur Mayo Clinic aldrei verið ætlað að skapa gróða eða borga út arð til eigendanna. Það er ekki dýrara fyrir sjúklinga að sækja þar læknisaðstoð en annars staðar í Bandaríkjunum þó svo að frægð og þekking sérfræðinganna beri af á mörgum sviðum og í raun þekkt um allan heim. Allur ágóði hefur verið notaður til að byggja upp innviði stofnunarinnar, ráða færa sérfræðinga og treysta innviði með það að markmiði að veita sem besta heilbrigðisþjónustu. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um málefni Landspítalans og eins og venjulega um fjárveitingar til spítalans. Þó að almenningur hafi sýnt gríðarlegan stuðning við frumkvæði Kára Stefánssonar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins eru efndirnar umdeildar. Það er þó ótvírætt að ákvörðun hefur verið tekin um byggingu nýs Landspítala á næstu árum og því ber að fagna.Erfiðara að vinna á biðlistum Þó svo að deila megi um hversu stór hluti fjárútgjalda ríkisins fari til heilbrigðismála verður alltaf um takmarkað hlutfall að ræða. Þannig hefur Páll Matthíasson, forstjóri LSH, réttilega bent á að ef er farið út í að styðja við aðgerðir sem krefjast sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu utan Landspítalans, eins og liðskiptaaðgerðir, eru allar líkur á því að erfiðara verði fyrir Landspítalann að vinna á löngum biðlistum sem yfirleitt krefst aukins fjármagns og eins og bent er á hér að ofan er það takmarkað. Undirritaður ræddi um daginn við ungt og vel menntað fólk um heilbrigðiskerfið. Það kom á óvart að þau höfðu ekki gert sér grein fyrir þeim reginmun sem er á fjármögnun Landspítalans og annarra þeirra sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu. Öllum finnst réttlátt að læknar, rannsóknarstofur eða röntgenfyrirtæki fái borgað fyrir hvern sjúkling sem kemur og fær þjónustu. En þegar kemur að Landspítalanum er það alls ekki þannig. Það skiptir engu máli hversu mikla þjónustu Landspítalinn veitir eða hversu marga sjúklinga hann sér um. Hann fær fasta fjármögnun. Þannig að, eins og góður maður benti á, er Landspítalanum áskapað að tapa á meðan þetta kerfi er við lýði. Það er kominn tími til að snúa þessu við og að Landspítalinn fái réttláta fjármögnun.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar