Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 18:58 Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Vísir/anton brink Stjórnvöld hafa sagt skattsvikum og svarta hagkerfinu stríð á hendur en talið er að árlega sé allt að hundrað milljörðum króna komið undan skatti. Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. Fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Þar vekur kannski hvað mesta athygli tillaga um að leggja af tíu þúsund króna seðilinn og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn. Talið er að 3,5 til 4 prósentum af vergri landsframleiðslu hvers ár sé skotið undan skatti eða allt að hundrað milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar er talið að nýr Landsspítali kosti rúmlega 80 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að tillögurnar verði ekki settar ofan í skúffu og hann sé sannfærður um að dagurinn í dag marki tímamót í baráttunni við skattsvik. „Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila. Við munum aldrei ná öllum sem svíkja undan skatti. En við getum náð kennitöluflökkurunum,“ segir Benedikt. Þá sé hægt að ná þeim sem gefi út of háa reikninga í milliviðskiptum við skylda aðila og feli mismuninnn og þeim sem greiði út laun í reiðufé.Tíu þúsund kallinn var kynntur til leiks árið 2013.Vísir/GVA„Öðrum sem misnota reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíkja undan skatti á sama tíma. Þannig að jú, ég held að nú sé einmitt lag til að ná þessum árangri,“ segir Benedikt.Hámark sett á peningaviðskipti Starfshópar fjármálaráðherra um skattsvik undir formennsku Þorkels Sigurlaugssonar viðskiptafræðings leggur til fjölmargar leiðir til að vinna gegn svarta hagkerfinu, meðal annars að hámark verði sett á peningaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja við til dæmis 200 þúsund krónur og stærstu seðlarnir teknir úr umferð. „Það er vegna þess að peningaseðlar augljóslega eru notaðir í tengslum við skattsvik. Í tengslum við peningaþvætti. Þetta er sama reynsla og hjá öðrum löndum þar sem verið er að reyna að útrýma stærstu peningaseðlunum,“ segir Þorkell.Nú eru margir sem myndu spyrja, er verið að neyða fólk til að eiga viðskipti við fjármálastofnanir?„Nei, það held ég að sé einmitt mjög mikilvægt. Þess vegna erum við með eina um hugmynd; hvers vegna ætti fólk ekki að eiga sinn innistæðureikning til dæmis hjá Seðlabanka. Þar sem menn geta geymt fjármuni í stað þess að vera með þá undir koddanum. Menn gætu verið með rafrænt kort sem þeir gætu notað án þess að þurfa að borga eitthvert sérstakt millifærslugjald. Eða þá að snjallsímar komi í stað seðla,“ segir Þorkell. Fjármálaráðherra segir að nú liggi greining á vandanum fyrir og þá sé hægt að grípa til aðgerða til að ná að minnsta kosti góðum hluta þeirra allt að 100 milljarða sem sviknir séu undan skatti. Þá væri hægt að lækka skatta eða auka útgjöld. „Það er hægt að gera svo margt fyrir þetta. Það eru þeir sem svíkja undan skatti sem leggja í raun og veru meiri álögur á allan almenning og því verður að linna,“ segir Benedikt Jóhannesson. Alþingi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórnvöld hafa sagt skattsvikum og svarta hagkerfinu stríð á hendur en talið er að árlega sé allt að hundrað milljörðum króna komið undan skatti. Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. Fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Þar vekur kannski hvað mesta athygli tillaga um að leggja af tíu þúsund króna seðilinn og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn. Talið er að 3,5 til 4 prósentum af vergri landsframleiðslu hvers ár sé skotið undan skatti eða allt að hundrað milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar er talið að nýr Landsspítali kosti rúmlega 80 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að tillögurnar verði ekki settar ofan í skúffu og hann sé sannfærður um að dagurinn í dag marki tímamót í baráttunni við skattsvik. „Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila. Við munum aldrei ná öllum sem svíkja undan skatti. En við getum náð kennitöluflökkurunum,“ segir Benedikt. Þá sé hægt að ná þeim sem gefi út of háa reikninga í milliviðskiptum við skylda aðila og feli mismuninnn og þeim sem greiði út laun í reiðufé.Tíu þúsund kallinn var kynntur til leiks árið 2013.Vísir/GVA„Öðrum sem misnota reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíkja undan skatti á sama tíma. Þannig að jú, ég held að nú sé einmitt lag til að ná þessum árangri,“ segir Benedikt.Hámark sett á peningaviðskipti Starfshópar fjármálaráðherra um skattsvik undir formennsku Þorkels Sigurlaugssonar viðskiptafræðings leggur til fjölmargar leiðir til að vinna gegn svarta hagkerfinu, meðal annars að hámark verði sett á peningaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja við til dæmis 200 þúsund krónur og stærstu seðlarnir teknir úr umferð. „Það er vegna þess að peningaseðlar augljóslega eru notaðir í tengslum við skattsvik. Í tengslum við peningaþvætti. Þetta er sama reynsla og hjá öðrum löndum þar sem verið er að reyna að útrýma stærstu peningaseðlunum,“ segir Þorkell.Nú eru margir sem myndu spyrja, er verið að neyða fólk til að eiga viðskipti við fjármálastofnanir?„Nei, það held ég að sé einmitt mjög mikilvægt. Þess vegna erum við með eina um hugmynd; hvers vegna ætti fólk ekki að eiga sinn innistæðureikning til dæmis hjá Seðlabanka. Þar sem menn geta geymt fjármuni í stað þess að vera með þá undir koddanum. Menn gætu verið með rafrænt kort sem þeir gætu notað án þess að þurfa að borga eitthvert sérstakt millifærslugjald. Eða þá að snjallsímar komi í stað seðla,“ segir Þorkell. Fjármálaráðherra segir að nú liggi greining á vandanum fyrir og þá sé hægt að grípa til aðgerða til að ná að minnsta kosti góðum hluta þeirra allt að 100 milljarða sem sviknir séu undan skatti. Þá væri hægt að lækka skatta eða auka útgjöld. „Það er hægt að gera svo margt fyrir þetta. Það eru þeir sem svíkja undan skatti sem leggja í raun og veru meiri álögur á allan almenning og því verður að linna,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira