Seinka hóteli á Sjallareitnum út af styrkingu krónunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Útlit er fyrir að hótelið á Akureyri verði ekki opnað ekki fyrr en fjórum til fimm árum eftir að Íslandshótel keyptu lóðina. Nordicphotos/Getty Stjórnendur Íslandshótela hafa ákveðið að seinka opnun nýs hótels á Sjallareitnum á Akureyri. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir forsendur hafa breyst með styrkingu krónunnar og að útlit sé fyrir að bókanir verði færri en fyrstu áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. „Við horfum nú til þess að hótelið á Sjallareitnum verði opnað 2020 eða 2021 og þá myndu framkvæmdir hefjast mögulega á næsta ári. Þar er allt meira og minna tilbúið og það er nánast búið að fullhanna hótelið og samþykki bæjaryfirvalda á lokastigi og við gætum í raun og veru hafið framkvæmdir mjög fljótlega,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Dótturfélag hótelkeðjunnar, Norðureignir, keypti Sjallann á Akureyri og nálægar byggingar í lok júlí í fyrra. Til stendur að rífa skemmtistaðinn og byggja 113 herbergja hótel undir nafni Fosshótela. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir opnun á næsta ári. Í tilkynningu fyrirtækisins í janúar var vísað í spár um 20 prósenta fjölgun ferðamanna á þessu ári og bent á fjölgun gistinótta á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela„Forsendur hafa breyst og þó við sjáum ekki fækkun ferðamanna til landsins þá eru þeir að velja og hafna hvert þeir fara og hversu löngum tíma þeir eyða hérna. Við finnum strax að það er að hægja á svæðum sem eru ekki í alfaraleið og Akureyri á fyrir undir högg að sækja yfir vetrarmánuðina. Við ætlum því ekki að setja þetta verkefni í forgang.“ Davíð segir að áform um stækkun Grand Hótels á Blómavalsreitnum svokallaða og nýtt hótel við Lækjargötu hafi ekki breyst. Í báðum tilvikum eigi framkvæmdir að hefjast á undan hótelinu á Akureyri. Íslandshótel reka fimmtán hótel á landsbyggðinni. „Suðurlandið og austur á Höfn í Hornafirði hefur gengið vel og þar erum við með góða nýtingu og góða aukningu milli ára en það eru helst Vestfirðir, Austfirðir og svo Norðurlandið, þar sem við finnum að er örlítið þyngri róður. Við sjáum þó ekki samdrátt eins og í fréttum þar sem fólk er að lenda í 30-40 prósenta samdrætti,“ segir Davíð og vísar í forsíðufrétt Fréttablaðsins á föstudag þar sem hótelstjórar á Vestfjörðum lýstu mikilli fækkun ferðamanna. „Við erum ekki að sjá þessa aukningu sem við vorum búin að áætla á þessum svæðum og þetta verður enn þyngra ef þessi virðisaukaskattur kemur á ferðaþjónustuna og menn þurfa að velja og hafna hvar ný hótel verða byggð.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Stjórnendur Íslandshótela hafa ákveðið að seinka opnun nýs hótels á Sjallareitnum á Akureyri. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir forsendur hafa breyst með styrkingu krónunnar og að útlit sé fyrir að bókanir verði færri en fyrstu áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. „Við horfum nú til þess að hótelið á Sjallareitnum verði opnað 2020 eða 2021 og þá myndu framkvæmdir hefjast mögulega á næsta ári. Þar er allt meira og minna tilbúið og það er nánast búið að fullhanna hótelið og samþykki bæjaryfirvalda á lokastigi og við gætum í raun og veru hafið framkvæmdir mjög fljótlega,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Dótturfélag hótelkeðjunnar, Norðureignir, keypti Sjallann á Akureyri og nálægar byggingar í lok júlí í fyrra. Til stendur að rífa skemmtistaðinn og byggja 113 herbergja hótel undir nafni Fosshótela. Upphafleg áform gerðu ráð fyrir opnun á næsta ári. Í tilkynningu fyrirtækisins í janúar var vísað í spár um 20 prósenta fjölgun ferðamanna á þessu ári og bent á fjölgun gistinótta á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela„Forsendur hafa breyst og þó við sjáum ekki fækkun ferðamanna til landsins þá eru þeir að velja og hafna hvert þeir fara og hversu löngum tíma þeir eyða hérna. Við finnum strax að það er að hægja á svæðum sem eru ekki í alfaraleið og Akureyri á fyrir undir högg að sækja yfir vetrarmánuðina. Við ætlum því ekki að setja þetta verkefni í forgang.“ Davíð segir að áform um stækkun Grand Hótels á Blómavalsreitnum svokallaða og nýtt hótel við Lækjargötu hafi ekki breyst. Í báðum tilvikum eigi framkvæmdir að hefjast á undan hótelinu á Akureyri. Íslandshótel reka fimmtán hótel á landsbyggðinni. „Suðurlandið og austur á Höfn í Hornafirði hefur gengið vel og þar erum við með góða nýtingu og góða aukningu milli ára en það eru helst Vestfirðir, Austfirðir og svo Norðurlandið, þar sem við finnum að er örlítið þyngri róður. Við sjáum þó ekki samdrátt eins og í fréttum þar sem fólk er að lenda í 30-40 prósenta samdrætti,“ segir Davíð og vísar í forsíðufrétt Fréttablaðsins á föstudag þar sem hótelstjórar á Vestfjörðum lýstu mikilli fækkun ferðamanna. „Við erum ekki að sjá þessa aukningu sem við vorum búin að áætla á þessum svæðum og þetta verður enn þyngra ef þessi virðisaukaskattur kemur á ferðaþjónustuna og menn þurfa að velja og hafna hvar ný hótel verða byggð.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira