Devin Nunes, formaður nefndarinnar, segir að lögmenn Manafort hafi haft samband við nefndina og tilkynnt henni að hann væri tilbúinn til að bera vitni. Nunes sagði einnig að James B. Comey, yfirmaður FBI, og Michael S. Rogers, yfirmaður NSA, hefðu verið boðaðir aftur fyrir nefndina.
Ekki liggur fyrir hvort að yfirheyrslurnar verða opnar eða ekki.
Samkvæmt AP fréttaveitunni starfaði Manafort í leyni fyrir rússneskan auðkýfing, sem tengist Vladimir Putin, að því að bæta stöðu stjórnvalda í Moskvu. Það var áður en hann tók að sér að stýra Trump-skútunni í forsetakosningunum.
Meðal þess sem AP sagði frá er að árið 2005 hafi samdi Manafort áætlun um að hann myndi hafa áhrif á stjórnmál, viðskipti og fréttaflutning í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar til hags Rússlands.
Árið 2006 skrifaði hann undir starfssamning við auðjöfurinn Oleg Deripaska og fékk um tíu milljónir dala á ári.
„Við trúum því að þessi áætlun gæti bætt hag ríkisstjórnar Putin verulega ef henni er beitt rétt,“ skrifaði Manafort í minnisblað sem ætlað var Deripaska.
Talsmaður Manafort sagði AP að hann hefði verið ráðinn sem fjárfestingaráðgjafi.
Paul Manafort has volunteered to testify before the House Intelligence Committee, Chairman Nunes says https://t.co/sGG8vmZr3P
— NBC News (@NBCNews) March 24, 2017