Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. mars 2017 07:00 Breskir lögreglumenn minnast félaga síns, Keiths Palmer, sem var myrtur í árásinni á miðvikudag. vísir/epa Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið átta manns í Birmingham og London í tengslum við rannsókn á árásinni í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn var 52 ára gamall breskur ríkisborgari, Khalid Masood að nafni, fæddur í Kent á Englandi. Hann hafði ítrekað komist í kast við lögin og hlotið dóma, fyrst árið 1983 og síðast árið 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot en ekki fyrir tengsl við hryðjuverk af neinu tagi. Masood náði að drepa þrjá og slasa fjölmarga áður en lögregla skaut hann til bana fyrir utan þinghúsið í London. Síðan þá hafa tveir látist af sárum sínum. Theresa May forsætisráðherra upplýsti á þingi í gær að leyniþjónustan MI5 hefði vitað af honum. Hann hafi áður sætt rannsókn í tengslum við hryðjuverk, en hann hafi ekki verið í miðpunkti þeirrar rannsóknar. Enginn grunur hafði þó vaknað hjá lögreglu um að hann væri að undirbúa hryðjuverk. Þótt átta manns hafi verið handteknir segist breska lögreglan enn telja að árásarmaðurinn hafi staðið einn að verki. Lítið hefur verið gefið upp um hann, annað en að hann hafi verið fæddur í Bretlandi og að hann hafi verið hallur undir hugmyndir herskárra íslamista. Lögreglan vildi í fyrstu ekki nafngreina manninn og bað fjölmiðla um að gera það ekki heldur á meðan rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Hún sagði árásina hafa beinst gegn frjálsu fólki alls staðar, en bestu viðbrögðin fælust í því að fólk héldi áfram að lifa lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Með því að bregðast þannig við sé verið að sýna óvinunum fram á að þeim takist ekki að sigra. Þetta séu viðbrögð sem sýna að Bretar muni aldrei gefa eftir. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, tók í sama streng og sagði að hryðjuverkamönnum myndi ekki takast að fá íbúa borgarinnar til að breyta lífsháttum sínum. Öfgasamtökin Íslamskt ríki, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn í Sýrlandi og Írak og hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk, lýstu í gær yfir ábyrgð á árásinni. Tilkynningin frá Íslamska ríkinu bendir þó ekki til þess að samtökin hafi tekið neinn beinan þátt í að undirbúa eða skipuleggja árásina. Lögregla hefur sagt að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum af hryðjuverkastefnu herskárra íslamista. Í gærmorgun reyndi svo maður í belgísku borginni Antwerpen að aka á fjölda fólks á fjölfarinni götu, en hann var handtekinn áður en honum tókst að valda tjóni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið átta manns í Birmingham og London í tengslum við rannsókn á árásinni í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn var 52 ára gamall breskur ríkisborgari, Khalid Masood að nafni, fæddur í Kent á Englandi. Hann hafði ítrekað komist í kast við lögin og hlotið dóma, fyrst árið 1983 og síðast árið 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot en ekki fyrir tengsl við hryðjuverk af neinu tagi. Masood náði að drepa þrjá og slasa fjölmarga áður en lögregla skaut hann til bana fyrir utan þinghúsið í London. Síðan þá hafa tveir látist af sárum sínum. Theresa May forsætisráðherra upplýsti á þingi í gær að leyniþjónustan MI5 hefði vitað af honum. Hann hafi áður sætt rannsókn í tengslum við hryðjuverk, en hann hafi ekki verið í miðpunkti þeirrar rannsóknar. Enginn grunur hafði þó vaknað hjá lögreglu um að hann væri að undirbúa hryðjuverk. Þótt átta manns hafi verið handteknir segist breska lögreglan enn telja að árásarmaðurinn hafi staðið einn að verki. Lítið hefur verið gefið upp um hann, annað en að hann hafi verið fæddur í Bretlandi og að hann hafi verið hallur undir hugmyndir herskárra íslamista. Lögreglan vildi í fyrstu ekki nafngreina manninn og bað fjölmiðla um að gera það ekki heldur á meðan rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Hún sagði árásina hafa beinst gegn frjálsu fólki alls staðar, en bestu viðbrögðin fælust í því að fólk héldi áfram að lifa lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Með því að bregðast þannig við sé verið að sýna óvinunum fram á að þeim takist ekki að sigra. Þetta séu viðbrögð sem sýna að Bretar muni aldrei gefa eftir. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, tók í sama streng og sagði að hryðjuverkamönnum myndi ekki takast að fá íbúa borgarinnar til að breyta lífsháttum sínum. Öfgasamtökin Íslamskt ríki, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn í Sýrlandi og Írak og hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk, lýstu í gær yfir ábyrgð á árásinni. Tilkynningin frá Íslamska ríkinu bendir þó ekki til þess að samtökin hafi tekið neinn beinan þátt í að undirbúa eða skipuleggja árásina. Lögregla hefur sagt að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum af hryðjuverkastefnu herskárra íslamista. Í gærmorgun reyndi svo maður í belgísku borginni Antwerpen að aka á fjölda fólks á fjölfarinni götu, en hann var handtekinn áður en honum tókst að valda tjóni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira