Enski boltinn

Mourinho: Ég tók allar ákvarðanir fyrir Shaw í leiknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Shaw og Mourinho er bakvörðurinn kom af bekknum í gær.
Shaw og Mourinho er bakvörðurinn kom af bekknum í gær. vísir/getty
Bakvörðurinn Luke Shaw spilaði með Man. Utd í gær í fyrsta sinn síðan í janúar er hann kom af bekknum í 1-1 jafntefli gegn Everton.

Það var skot hans að marki sem færði United vítaspyrnu í uppbótartíma og eitt stig í leikslok.

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, lét hann spila þó svo hann hefði skammað Shaw fyrir að vera í lélegu formi á dögunum. Hann talaði síðan ekkert sérstaklega fallega um Shaw eftir leikinn.

„Hann var fyrir framan mig og ég tók allar ákvarðanir fyrir hann í leiknum. Hann verður að laga sinn fótboltaheila,“ sagði Mourinho sem virðist vera staðráðinn í að sparka Shaw í gang með öllum ráðum.

„Við þurfum á hans frábæru hæfileikum að halda en hann getur ekki spilað fótbolta með mínum heila. Hann þarf að þróast hraðar sem leikmaður. 21 árs gamall leikmaður á að skilja leikinn betur. Hann á framtíð fyrir sér hér en Man. Utd getur ekki beðið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×