Fer í gegnum hluti sem voru á teikniborðinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 10:45 "Öll sagan sem gerðist fjallar líka óbeint um það sem hefði getað gerst,“ segir Valur. Vísir/Ernir Hefði norrænt varnarbandalag getað tryggt hlutleysi Norðurlandanna í seinni heimsstyrjöldinni? Hefðu Finnar getað komist hjá átökum með því að semja við Stalín? Hefðu Danir getað barist gegn Hitler frekar en að semja? Eða Norðmenn samið frekar en að berjast? Og hvað ef Þjóðverjar hefðu hernumið Ísland? Þessum og fleiri spurningum veltir Valur Gunnarsson fyrir sér í fyrirlestri sem hann heldur í Norræna húsinu í kvöld og hefst klukkan sjö. Hann hefur kynnt sér þetta efni undanfarin tvö og hálft ár, meðal annars í tengslum við skrif á bókinni Örninn og fálkinn. Valur hefur búið í Finnlandi og lærði þar sagnfræði sem skiptinemi við háskólann í Helsinki. „Finnarnir eru svakalega uppteknir af stríðinu, þeir gera nánast eina stóra bíómynd á ári um það efni,“ segir hann og kveðst enn bíða eftir íslensku stríðsáramyndinni. En tengir hann Ísland inn í fyrirlesturinn í kvöld? „Já, það var lítið sem Íslendingar sjálfir gátu gert framan af í stríðinu. En aðrir hefðu getað tekið ákvarðanir sem hefðu reynst afdrifaríkar fyrir okkur. Bretar hefðu getað ákveðið að koma ekki og Þjóðverjar hefðu getað ákveðið að koma. Fyrsta raunverulega ákvörðun Íslendinga var að gera samning við Bandaríkjamenn. Aðrir hlutir sem gerðust á Norðurlöndunum sem hefðu líka getað haft áhrif á Íslandi. Til dæmis voru uppi hugmyndir um norrænt varnarbandalag sem hefði mögulega getað komið í veg fyrir innrás Rússa í Finnland og Þjóðverja í Noreg og Danmörku. Ísland hefði þá væntanlega verið partur af því, þar sem við heyrðum undir Danmörku. Þá hefðum við ekki fengið neina herstöð og ekkert Nató, sem hefði væntanlega breytt miklu á Íslandi, bæði menningarlega og pólitískt.“ Hefði norrænt bandalag haft þann styrk sem til þurfti? „Ekki þannig að það hefði unnið allsherjarstríð við stórveldin en það hefði verið nógu sterkt til að stórveldunum hefði þótt of kostnaðarsamt að ráðast á það. Því ástæða þess að bæði Hitler og Stalín réðust á Norðurlönd var að þeir óttuðust hvað þau væru veik. Stalín réðist á Finnland af ótta við að það lenti til Þjóðverja og Hitler réðist inn í Noreg til að hindra að Bretar gengju þar á land. Eina landið sem slapp var Svíþjóð sem var nógu sterkt til að verja sig sjálft.“ Var Svíþjóð með öflugri her en hin löndin? „Já, það var um helmingi fjölmennara land en hin, með lang þróaðastan efnahag og mikla vopnaframleiðslu. Í bókinni læt ég Norðmenn gefast upp strax, sem er einn möguleikinn í stað þess að berjast í tvo mánuði eins og þeir gerðu. Þá fór ég að velta fyrir mér öðrum möguleikum. Ef Finnar hefðu gefist upp þá hefðu Rússar verið komnir alveg upp að Svíum. Danir hefðu mögulega getað barist lengur og Norðmenn líka, þannig að ég fer í gegnum mismunandi ákvarðanatöku í hverju landi fyrir sig. Reyndar líka stöðu Svía, bæði Norðmenn og Finnar báðu þá um hjálp og það var erfitt fyrir þá að líta í báðar áttir í einu. Þeim hefur mikið verið kennt um í seinni tíð að hafa aðstoðað Þjóðverja, því þeir seldu þeim stál alveg fram á síðasta dag. En Svíar studdu Finna mikið óbeint, líka danska gyðinga og norska andspyrnumenn. Síðan var Vallenberg að hjálpa ungverskum gyðingum líka þannig að ef Svíar hefðu ákveðið að berjast fyrir Þjóðverja hefðu þessi góðverk öll farið forgörðum. „En það var til þýsk áætlun um að ráðast á Svía ef þeir hefðu verið ósamvinnuþýðir. Þar var ekki reiknað með að hernám Svíþjóðar tæki nema nema fjórar vikur.“ Það hefur semsagt verið á teikniborðinu. „Já, ég er bara að fara í gegnum hluti sem voru á teikniborðinu, þetta eru ekki vangaveltur út í bláinn, heldur skoða ég hvað stóð til boða.“ Hvernig hefur þú komist að þessu öllu? „Bara með því að liggja í þessari sögu árum saman, því sagan sem gerðist fjallar líka óbeint um hvað hefði getað gerst. Ég er ekki að fletta neinu nýju upp. Það hafa til dæmis ekki fundist nein gögn um að Hermann Jónasson hafi vitað af innrás Breta hér þó að sumir hafi leitt að því líkur. Þetta er saga um hvað gerðist og hvað annað hefði getað gerst. Ég legg bara meiri áherslu á það síðarnefnda. Hvaða ákvarðanir voru teknar - út frá því hvaða ákvarðanir voru ekki teknar.“ Ert þú hliðhollur einhverri sérstakri leið sem þú telur að betur hefði verið farin, en sú sem farin var? „Markmið Norðurlanda var að reyna að vera hlutlaus í stríðinu en það mistókst og þjóðirnar enduðu í mörgum mismunandi liðum. Besta lausnin hefði verið norrænt varnarbandalag sem ég held að hefði getað afstýrt því. Það voru uppi hugmyndir um það en það komst ekki á laggirnar. Þannig að sumar þjóðir enduðu í Nató og aðrar ekki, sumar í Evrópubandalaginu og aðrar ekki.“ Fyrirlesturinn í Norræna húsinu hefst klukkan 19 í kvöld og stendur í um tvo tíma, með smá myndasýningu og kaffihléi. Menning Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Hefði norrænt varnarbandalag getað tryggt hlutleysi Norðurlandanna í seinni heimsstyrjöldinni? Hefðu Finnar getað komist hjá átökum með því að semja við Stalín? Hefðu Danir getað barist gegn Hitler frekar en að semja? Eða Norðmenn samið frekar en að berjast? Og hvað ef Þjóðverjar hefðu hernumið Ísland? Þessum og fleiri spurningum veltir Valur Gunnarsson fyrir sér í fyrirlestri sem hann heldur í Norræna húsinu í kvöld og hefst klukkan sjö. Hann hefur kynnt sér þetta efni undanfarin tvö og hálft ár, meðal annars í tengslum við skrif á bókinni Örninn og fálkinn. Valur hefur búið í Finnlandi og lærði þar sagnfræði sem skiptinemi við háskólann í Helsinki. „Finnarnir eru svakalega uppteknir af stríðinu, þeir gera nánast eina stóra bíómynd á ári um það efni,“ segir hann og kveðst enn bíða eftir íslensku stríðsáramyndinni. En tengir hann Ísland inn í fyrirlesturinn í kvöld? „Já, það var lítið sem Íslendingar sjálfir gátu gert framan af í stríðinu. En aðrir hefðu getað tekið ákvarðanir sem hefðu reynst afdrifaríkar fyrir okkur. Bretar hefðu getað ákveðið að koma ekki og Þjóðverjar hefðu getað ákveðið að koma. Fyrsta raunverulega ákvörðun Íslendinga var að gera samning við Bandaríkjamenn. Aðrir hlutir sem gerðust á Norðurlöndunum sem hefðu líka getað haft áhrif á Íslandi. Til dæmis voru uppi hugmyndir um norrænt varnarbandalag sem hefði mögulega getað komið í veg fyrir innrás Rússa í Finnland og Þjóðverja í Noreg og Danmörku. Ísland hefði þá væntanlega verið partur af því, þar sem við heyrðum undir Danmörku. Þá hefðum við ekki fengið neina herstöð og ekkert Nató, sem hefði væntanlega breytt miklu á Íslandi, bæði menningarlega og pólitískt.“ Hefði norrænt bandalag haft þann styrk sem til þurfti? „Ekki þannig að það hefði unnið allsherjarstríð við stórveldin en það hefði verið nógu sterkt til að stórveldunum hefði þótt of kostnaðarsamt að ráðast á það. Því ástæða þess að bæði Hitler og Stalín réðust á Norðurlönd var að þeir óttuðust hvað þau væru veik. Stalín réðist á Finnland af ótta við að það lenti til Þjóðverja og Hitler réðist inn í Noreg til að hindra að Bretar gengju þar á land. Eina landið sem slapp var Svíþjóð sem var nógu sterkt til að verja sig sjálft.“ Var Svíþjóð með öflugri her en hin löndin? „Já, það var um helmingi fjölmennara land en hin, með lang þróaðastan efnahag og mikla vopnaframleiðslu. Í bókinni læt ég Norðmenn gefast upp strax, sem er einn möguleikinn í stað þess að berjast í tvo mánuði eins og þeir gerðu. Þá fór ég að velta fyrir mér öðrum möguleikum. Ef Finnar hefðu gefist upp þá hefðu Rússar verið komnir alveg upp að Svíum. Danir hefðu mögulega getað barist lengur og Norðmenn líka, þannig að ég fer í gegnum mismunandi ákvarðanatöku í hverju landi fyrir sig. Reyndar líka stöðu Svía, bæði Norðmenn og Finnar báðu þá um hjálp og það var erfitt fyrir þá að líta í báðar áttir í einu. Þeim hefur mikið verið kennt um í seinni tíð að hafa aðstoðað Þjóðverja, því þeir seldu þeim stál alveg fram á síðasta dag. En Svíar studdu Finna mikið óbeint, líka danska gyðinga og norska andspyrnumenn. Síðan var Vallenberg að hjálpa ungverskum gyðingum líka þannig að ef Svíar hefðu ákveðið að berjast fyrir Þjóðverja hefðu þessi góðverk öll farið forgörðum. „En það var til þýsk áætlun um að ráðast á Svía ef þeir hefðu verið ósamvinnuþýðir. Þar var ekki reiknað með að hernám Svíþjóðar tæki nema nema fjórar vikur.“ Það hefur semsagt verið á teikniborðinu. „Já, ég er bara að fara í gegnum hluti sem voru á teikniborðinu, þetta eru ekki vangaveltur út í bláinn, heldur skoða ég hvað stóð til boða.“ Hvernig hefur þú komist að þessu öllu? „Bara með því að liggja í þessari sögu árum saman, því sagan sem gerðist fjallar líka óbeint um hvað hefði getað gerst. Ég er ekki að fletta neinu nýju upp. Það hafa til dæmis ekki fundist nein gögn um að Hermann Jónasson hafi vitað af innrás Breta hér þó að sumir hafi leitt að því líkur. Þetta er saga um hvað gerðist og hvað annað hefði getað gerst. Ég legg bara meiri áherslu á það síðarnefnda. Hvaða ákvarðanir voru teknar - út frá því hvaða ákvarðanir voru ekki teknar.“ Ert þú hliðhollur einhverri sérstakri leið sem þú telur að betur hefði verið farin, en sú sem farin var? „Markmið Norðurlanda var að reyna að vera hlutlaus í stríðinu en það mistókst og þjóðirnar enduðu í mörgum mismunandi liðum. Besta lausnin hefði verið norrænt varnarbandalag sem ég held að hefði getað afstýrt því. Það voru uppi hugmyndir um það en það komst ekki á laggirnar. Þannig að sumar þjóðir enduðu í Nató og aðrar ekki, sumar í Evrópubandalaginu og aðrar ekki.“ Fyrirlesturinn í Norræna húsinu hefst klukkan 19 í kvöld og stendur í um tvo tíma, með smá myndasýningu og kaffihléi.
Menning Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira