Hvað er svona merkilegt við „Það“? 14. september 2017 08:15 It er ein af langlífari og þekktari sögum Stephens King. Það er auðvelt að skilja hvers vegna It er ein af langlífari og þekktari sögum frá Stephen King. Það er aldeilis af nægu að taka en hér er spennuhrollur þar sem til dæmis er glímt við einelti, gróft uppeldi, vináttu, samvinnu, hormóna og ótta. Reyndar eru þetta afar algeng þemu hjá King, sem á það til að endurtaka sig, nema hér hefur vissulega hjálpað að bjóða upp á einn ógeðfelldan trúðsdjöful sem hefur verið brennimerktur í hugi fólks í áratugi. Þeir sem segja að trúðar séu ekki ógnvekjandi eru annaðhvort að segja ósatt eða með stáltaugar. Eða jafnvel atvinnutrúðar. Hér höfum við glænýja aðlögun þar sem fyrri helmingur bókarinnar er tekinn fyrir. Við fylgjumst með sjö ungmennum í smábænum Derry í Maine, hópi sem kallar sig Aulana (The Losers Club) og þarf daglega að glíma við ofbeldi og annars konar áreiti frá hrottum eða vafasömum foreldrum. Til að bæta gráu ofan á svart hefur illkvittið trúðsóféti sprottið upp til að nærast á ótta barna, og eftir því sem heimilisvandræði aukast og dularfullum mannshvörfum fjölgar fer „Það“ að gera líf allra krakkanna að lifandi helvíti, nema þeir standi saman og geri eitthvað sjálfir í málunum. Undanfarin misseri hefur allt verið morandi í „eitís“ stemningum í kvikmyndum og sjónvarpi (sem er að hluta til Stranger Things að þakka, eða kenna) og því kom ekki annað til greina en að færa tímabil krakkanna af sjötta áratugnum yfir á þann níunda og sömuleiðis hrista upp í frásögninni, bæta við nýjungum og vissulega fjarlægja einhverja umdeildustu orgíu bókmenntanna. Í besta falli er þessi aðlögun þó sterk áminning um það hvað gömlu sjónvarpsmyndirnar frá 1990 voru hræðilegar, og eldast illa. Ýmislegt er það sem svínvirkar í þessari It. Leikarar myndarinnar, ungir og eldri, eru allir frábærir. Það er hressilegt, tilgerðarlaust og trúverðugt samspil sem einkennir allan hópinn og krakkarnir sem leika kröfuharðari hlutverk „aulanna“ eru endalaust sannfærandi. Bill Skarsgård er sömuleiðis ógleymanlega ógeðfelldur í titilhlutverkinu. Með aðstoð magnaðrar förðunar kemur hann með prakkaralega og fjöllaga takta sem gera hann að geggjuðum Pennywise, miklu betri en þeim sem Tim Curry túlkaði á sínum tíma. Tvímælalaust. Myndin erfir þó eitthvað af göllum bókarinnar líka, misstóra að vísu. En upp úr standa þar ýmsar endurtekningar og flatur endasprettur. Þar bregður fyrir ákveðinni úrlausn sem er afar ódýr. Einnig er leiðinlegt hvað Beverly Marsh, ein áhugaverðasta persóna sögunnar, fær lítið að gera í lokahlutanum miðað við drengina. Annars er miklu lofað með bitastæðri upphafssenu, sem undirbyggir stemninguna vel, í rauninni svo vel að söguþráðurinn nær varla að toppa hana, þó einni senu á baðherbergi og annarri sem tengist skjávarpa hafi næstum því tekist að fá undirritaðan til að hrökkva hressilega við. Óhugnaðurinn gengur samt ekki alveg fullkomlega upp og eins og í mörgum hrollvekjum taka persónur (þar á meðal hann Pennywise) oft óskiljanlegar ákvarðanir, sem hér koma yfirleitt út eins og lélegar reddingar í handritinu. Það virðist líka vera mikið forgangsatriði hjá aðstandendum myndarinnar að dæla sífellt út bröndurum, í jafn miklu magni og hryllingnum, og það veldur því að tónarnir stangast á og dregur það talsvert úr drunganum á sumum stöðum. En að því sögðu, þá er myndin býsna fyndin líka. Leikstjórinn Andy Muschietti sýndi með fyrri mynd sinni, tannlausa hrollinum Mama, að hann getur unnið vel með drungalegan stíl og hefur góð tök á ungum leikurum, en með It fellur leikstjórinn oft í þá gryfju að hugsa að meira þýði meira, og ofgera þar af leiðandi sumum stílbrögðum. Til að mynda treystir hann allt of mikið á háhraðaskot, hávaða í hljóðvinnslunni, yfirdrifna tónlist og misgóðar tölvubrellur. Andrúmsloftið er til staðar, en það virkar ekki til fulls nema í skömmtum. Myndin nær sínum hæstu hæðum í hljóðlátari augnablikunum hjá ungu leikurunum, þegar persónusköpunin og afslappað rennslið nýtur sín hvað best. Fyrir hverja frábæra Stephen King-aðlögun (eins og Stand By Me, Misery, The Mist o.fl.) fylgja svona tuttugu misheppnaðar og sökum slíks framboðs er þessi fyrri It-kafli með þeim flottari, sérstaklega hvað kvikmyndaðar hryllingssögur Kings varðar. Í versta falli er þetta fínasta millistopp á meðan beðið er eftir næstu Stranger Things seríu, enda virðist vera einhver sjarmi yfir því að fylgjast með svölum „eitís“ krökkum hjóla saman í hópum og berjast við skrímsli.Niðurstaða: It kitlar bæði hláturtaugar og hrellir á tíðum. Myndin hefur sína galla og hefði mátt fínpússa endasprettinn, en annars er hún hryllilega gott fjör. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Það er auðvelt að skilja hvers vegna It er ein af langlífari og þekktari sögum frá Stephen King. Það er aldeilis af nægu að taka en hér er spennuhrollur þar sem til dæmis er glímt við einelti, gróft uppeldi, vináttu, samvinnu, hormóna og ótta. Reyndar eru þetta afar algeng þemu hjá King, sem á það til að endurtaka sig, nema hér hefur vissulega hjálpað að bjóða upp á einn ógeðfelldan trúðsdjöful sem hefur verið brennimerktur í hugi fólks í áratugi. Þeir sem segja að trúðar séu ekki ógnvekjandi eru annaðhvort að segja ósatt eða með stáltaugar. Eða jafnvel atvinnutrúðar. Hér höfum við glænýja aðlögun þar sem fyrri helmingur bókarinnar er tekinn fyrir. Við fylgjumst með sjö ungmennum í smábænum Derry í Maine, hópi sem kallar sig Aulana (The Losers Club) og þarf daglega að glíma við ofbeldi og annars konar áreiti frá hrottum eða vafasömum foreldrum. Til að bæta gráu ofan á svart hefur illkvittið trúðsóféti sprottið upp til að nærast á ótta barna, og eftir því sem heimilisvandræði aukast og dularfullum mannshvörfum fjölgar fer „Það“ að gera líf allra krakkanna að lifandi helvíti, nema þeir standi saman og geri eitthvað sjálfir í málunum. Undanfarin misseri hefur allt verið morandi í „eitís“ stemningum í kvikmyndum og sjónvarpi (sem er að hluta til Stranger Things að þakka, eða kenna) og því kom ekki annað til greina en að færa tímabil krakkanna af sjötta áratugnum yfir á þann níunda og sömuleiðis hrista upp í frásögninni, bæta við nýjungum og vissulega fjarlægja einhverja umdeildustu orgíu bókmenntanna. Í besta falli er þessi aðlögun þó sterk áminning um það hvað gömlu sjónvarpsmyndirnar frá 1990 voru hræðilegar, og eldast illa. Ýmislegt er það sem svínvirkar í þessari It. Leikarar myndarinnar, ungir og eldri, eru allir frábærir. Það er hressilegt, tilgerðarlaust og trúverðugt samspil sem einkennir allan hópinn og krakkarnir sem leika kröfuharðari hlutverk „aulanna“ eru endalaust sannfærandi. Bill Skarsgård er sömuleiðis ógleymanlega ógeðfelldur í titilhlutverkinu. Með aðstoð magnaðrar förðunar kemur hann með prakkaralega og fjöllaga takta sem gera hann að geggjuðum Pennywise, miklu betri en þeim sem Tim Curry túlkaði á sínum tíma. Tvímælalaust. Myndin erfir þó eitthvað af göllum bókarinnar líka, misstóra að vísu. En upp úr standa þar ýmsar endurtekningar og flatur endasprettur. Þar bregður fyrir ákveðinni úrlausn sem er afar ódýr. Einnig er leiðinlegt hvað Beverly Marsh, ein áhugaverðasta persóna sögunnar, fær lítið að gera í lokahlutanum miðað við drengina. Annars er miklu lofað með bitastæðri upphafssenu, sem undirbyggir stemninguna vel, í rauninni svo vel að söguþráðurinn nær varla að toppa hana, þó einni senu á baðherbergi og annarri sem tengist skjávarpa hafi næstum því tekist að fá undirritaðan til að hrökkva hressilega við. Óhugnaðurinn gengur samt ekki alveg fullkomlega upp og eins og í mörgum hrollvekjum taka persónur (þar á meðal hann Pennywise) oft óskiljanlegar ákvarðanir, sem hér koma yfirleitt út eins og lélegar reddingar í handritinu. Það virðist líka vera mikið forgangsatriði hjá aðstandendum myndarinnar að dæla sífellt út bröndurum, í jafn miklu magni og hryllingnum, og það veldur því að tónarnir stangast á og dregur það talsvert úr drunganum á sumum stöðum. En að því sögðu, þá er myndin býsna fyndin líka. Leikstjórinn Andy Muschietti sýndi með fyrri mynd sinni, tannlausa hrollinum Mama, að hann getur unnið vel með drungalegan stíl og hefur góð tök á ungum leikurum, en með It fellur leikstjórinn oft í þá gryfju að hugsa að meira þýði meira, og ofgera þar af leiðandi sumum stílbrögðum. Til að mynda treystir hann allt of mikið á háhraðaskot, hávaða í hljóðvinnslunni, yfirdrifna tónlist og misgóðar tölvubrellur. Andrúmsloftið er til staðar, en það virkar ekki til fulls nema í skömmtum. Myndin nær sínum hæstu hæðum í hljóðlátari augnablikunum hjá ungu leikurunum, þegar persónusköpunin og afslappað rennslið nýtur sín hvað best. Fyrir hverja frábæra Stephen King-aðlögun (eins og Stand By Me, Misery, The Mist o.fl.) fylgja svona tuttugu misheppnaðar og sökum slíks framboðs er þessi fyrri It-kafli með þeim flottari, sérstaklega hvað kvikmyndaðar hryllingssögur Kings varðar. Í versta falli er þetta fínasta millistopp á meðan beðið er eftir næstu Stranger Things seríu, enda virðist vera einhver sjarmi yfir því að fylgjast með svölum „eitís“ krökkum hjóla saman í hópum og berjast við skrímsli.Niðurstaða: It kitlar bæði hláturtaugar og hrellir á tíðum. Myndin hefur sína galla og hefði mátt fínpússa endasprettinn, en annars er hún hryllilega gott fjör.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira