Tillerson segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2017 13:35 Kínverjar héldu nýverið umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherraefni Donald Trump, segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi. Þá eigi að neita þeim aðgangi að eyjum sem stjórnvöld í Kína hafa byggt í hafinu. Hann líkti tilkalli Kína til hafsins við það hvernig Rússland „tók Krímskaga“ af Úkraínu. Ummælin munu líklega valda reiði í Peking. Þó nokkur lönd gera tilkall til mismunandi hluta Suður-Kínahafs, en Kínverjar gera tilkall til nánast alls svæðisins og eyja og rifa sem þar má finna. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað að tilkall Kína til hafsvæðisins sé ólöglegt. Stjórnvöld í Kína sögðust þó ekki ætla að sætta sig við úrskurðinn og hunsuðu hann.Tillerson mætti á öldungaþing Bandaríkjanna í dag, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu Trump áður en Tillerson getur orðið ráðherra. Þar var hann spurður hvort hann styddi strangari utanríkisstefnu varðandi Kína. „Við munum þurfa að senda Kína sterk skilaboð um að, fyrst, eyjusmíðin hættir og, númer tvö, aðgangur ykkar að eyjunum verður ekki leyfður lengur,“ sagði Tillerson samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Tillerson, sem var áður yfirmaður Exxon Mobil olíufyrirtækisins, fór ekki nánar út í hvernig hægt væri að koma Kínverjum frá Suður-Kínahafi. Eyjurnar hafa verið vígbúnar og herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þeim. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir að ríkið hafi rétt á því að aðhafast á „yfirráðasvæði“ þeirra í Suður-Kínahafi. Það sé óumdeilanlegt.Tillerson ítrekaði einnig stuðning Bandaríkjanna við Taívan, sem yfirvöld í Peking líta á sem sína eign.Hér má sjá yfirheyrslu Tillerson. Hann byrjar að tala um Kína strax eftir tvær mínútur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00 Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherraefni Donald Trump, segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi. Þá eigi að neita þeim aðgangi að eyjum sem stjórnvöld í Kína hafa byggt í hafinu. Hann líkti tilkalli Kína til hafsins við það hvernig Rússland „tók Krímskaga“ af Úkraínu. Ummælin munu líklega valda reiði í Peking. Þó nokkur lönd gera tilkall til mismunandi hluta Suður-Kínahafs, en Kínverjar gera tilkall til nánast alls svæðisins og eyja og rifa sem þar má finna. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað að tilkall Kína til hafsvæðisins sé ólöglegt. Stjórnvöld í Kína sögðust þó ekki ætla að sætta sig við úrskurðinn og hunsuðu hann.Tillerson mætti á öldungaþing Bandaríkjanna í dag, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu Trump áður en Tillerson getur orðið ráðherra. Þar var hann spurður hvort hann styddi strangari utanríkisstefnu varðandi Kína. „Við munum þurfa að senda Kína sterk skilaboð um að, fyrst, eyjusmíðin hættir og, númer tvö, aðgangur ykkar að eyjunum verður ekki leyfður lengur,“ sagði Tillerson samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Tillerson, sem var áður yfirmaður Exxon Mobil olíufyrirtækisins, fór ekki nánar út í hvernig hægt væri að koma Kínverjum frá Suður-Kínahafi. Eyjurnar hafa verið vígbúnar og herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þeim. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir að ríkið hafi rétt á því að aðhafast á „yfirráðasvæði“ þeirra í Suður-Kínahafi. Það sé óumdeilanlegt.Tillerson ítrekaði einnig stuðning Bandaríkjanna við Taívan, sem yfirvöld í Peking líta á sem sína eign.Hér má sjá yfirheyrslu Tillerson. Hann byrjar að tala um Kína strax eftir tvær mínútur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00 Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18
Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07
Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00
Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00
Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38