Enski boltinn

Mourinho ósáttur með knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mourinho þungur á brún.
Mourinho þungur á brún. Vísir/EPA
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er ósáttur að Eric Bailly fái ekki að taka þátt í leik liðsins gegn West Ham áður en hann ferðast til móts við landslið Fílabeinsstrandarinnar.

Bailly er í landsliðshópnum hjá Fílabeinsströndinni fyrir Afríkubikarinn í knattspyrnu sem hefst eftir tæplega tvær vikur.

Er hann ekki eina stjarnan í ensku úrvalsdeildinni sem er á förum en ólíkt öðrum samböndum kallaði Fílabeinsströndin eftir því að hann kæmi til móts við liðið strax.

Sadio Mane, leikmaður Liverpool sem verður í liði Senegal, fékk heimild til að koma til móts við liðið eftir leik Liverpool gegn Sunderland á morgun.

„Við báðum um að hann myndi fara til móts við liðið 3. janúar en þeir kröfðust þess að fá hann degi fyrr. Þegar það er svona mikill agi þá hljóta þeir að vinna mótið. Við erum sem betur fer með Phil Jones, Marcus Rojo og Chris Smalling fyrst hann verður fjarverandi í mánuð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×