Enski boltinn

Guardiola með augastað á miðverði Bayern

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Endurnýja þessir tveir kynnin á Etihad í vetur?
Endurnýja þessir tveir kynnin á Etihad í vetur? Vísir/Getty
Manchester City er sagt vera með augastað á Holger Badstuber, þýska miðverðinum sem leikur með Bayern Munchen.

Badstuber sem er uppalinn hjá Bæjurum var í herbúðum félagsins árin þrjú sem Pep Guardiola, núverandi þjálfari Manchester City, stýrði þýska liðinu.

Badstuber sem hefur leikið 31 leiki fyrir hönd þýska landsliðsins hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en hann hefur aðeins leikið 28 leiki undanfarin fjögur tímabil.

Á hann aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum í Bæjaralandi en hann er aftarlega í goggunarröðinni á eftir landsliðs miðvarða parinu Matts Hummels og Jerome Boateng sem leikur í hjarta varnar Bayern.

Manchester City hefur verið orðað við Virgil Van Dijk undanfarnar vikur en talið er að Guardiola sé ekki tilbúinn að greiða uppsettan verðmiða fyrir Van Dijk og sjái Badstuber sem áhugaverðan og ódýran valkost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×