Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2017 13:03 Skemmtistaðurinn Reina stendur við Bosporussund. Vísir/afp Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. Árásarmannsins er enn leitað.NRK hefur tekið saman það sem vitað er um árásina á þessari stundu.Lögreglumaður og vegfarandi voru skotnir til bana fyrir utan skemmtistaðinn Reina í Istanbúl klukkan 1:15 að staðartíma, eða 22:15 að íslenskum tíma, áður en hann hélt inn.Milli 500 og 600 manns voru saman komnir á skemmtistaðnum til að halda upp á áramótin.Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að árásarmaðurinn hafi skilið skotvopn sitt eftir áður en hann lagði á flótta frá staðnum. Hann staðfesti einnig að hann hafi ekki klæðst jólasveinabúning líkt og margir fjölmiðlar höfðu greint frá.Árásarmaðurinn á að hafa notast við AK-47.Í myndbandsupptöku, sem ekki hefur fengist staðfest hvort að sé ósvikið, má sjá þegar árásarmaðurinn yfirgefur næturklúbbinn og skýtur á fólk. Hann er þá ekki klæddur jólasveinabúning.Búið er að greina frá því að vel á annan tug erlendra ríkisborgara hafi fallið. Staðfest er að á meðal fórnarlamba er fólk frá Ísrael, Sádi-Arabíu, Marokkó, Líbanon, Líbíu, auk Tyrkja. Reuters greinir frá þessu. Sjónvarpsstöðin 7sur7 greinir einnig frá því að Belgi hafi fallið í árásinni.Auk hinna föllnu eiga Frakkar og Búlgari að vera í hópi þeirra sem særðust. Frá þessu greia Le Figaro og Dnes.Skemmtistaðurinn er í hverfinu Ortaköy við sjávarsíðuna. Fjölmargir stukku út í Bosporus á flótta frá árásarmanninum.Tyrkneskir fjölmiðlar þurfa í fréttaflutningi sínum að fylgja ströngum fyrirmælum frá yfirvöldum. Þetta er oft gert í tilraun til að koma í veg fyrir frekari ringulreið í kjölfar hryðjuverkaárása.Viðbúnaður var mikill í Tyrklandi í gærkvöldi þar sem um 17 þúsund lögreglumenn voru á ferli í Istanbúl. Margir þeirra voru klæddir borgaralega.Árásarmannsins er enn leitað.Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti sagði í yfirlýsingu að Tyrkland myndi berjast gegn árásum hryðjuverkahópa og þeirra sem standa þeim að baki en einnig gegn efnahagslegum, pólitískum og félagslegum árásum.Forsetinn sagði að markmið hryðjuverkamannanna væri að skapa glundroða og draga kjarkinn úr Tyrkjum með viðbjóðslegum árásum sem beint væri gegn óbreyttum borgurum. Tyrkir myndu hins vegar standa sameinaðir gegn slíku og ekkert fengi samstöðu þeirra sundrað.Samkvæmt samantekt New York Times hafa 411 látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Uppfært 15:50: Búið er að bera kennsl á 35 af hinum 39 fórnarlömbum árásarinnar. 25 karlmenn og fjórtán konur fórust í árásinni – ellefu tyrkneskir ríkisborgarar og 24 erlendir. Leitin að árásarmanninum stendur enn yfir. Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. Árásarmannsins er enn leitað.NRK hefur tekið saman það sem vitað er um árásina á þessari stundu.Lögreglumaður og vegfarandi voru skotnir til bana fyrir utan skemmtistaðinn Reina í Istanbúl klukkan 1:15 að staðartíma, eða 22:15 að íslenskum tíma, áður en hann hélt inn.Milli 500 og 600 manns voru saman komnir á skemmtistaðnum til að halda upp á áramótin.Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að árásarmaðurinn hafi skilið skotvopn sitt eftir áður en hann lagði á flótta frá staðnum. Hann staðfesti einnig að hann hafi ekki klæðst jólasveinabúning líkt og margir fjölmiðlar höfðu greint frá.Árásarmaðurinn á að hafa notast við AK-47.Í myndbandsupptöku, sem ekki hefur fengist staðfest hvort að sé ósvikið, má sjá þegar árásarmaðurinn yfirgefur næturklúbbinn og skýtur á fólk. Hann er þá ekki klæddur jólasveinabúning.Búið er að greina frá því að vel á annan tug erlendra ríkisborgara hafi fallið. Staðfest er að á meðal fórnarlamba er fólk frá Ísrael, Sádi-Arabíu, Marokkó, Líbanon, Líbíu, auk Tyrkja. Reuters greinir frá þessu. Sjónvarpsstöðin 7sur7 greinir einnig frá því að Belgi hafi fallið í árásinni.Auk hinna föllnu eiga Frakkar og Búlgari að vera í hópi þeirra sem særðust. Frá þessu greia Le Figaro og Dnes.Skemmtistaðurinn er í hverfinu Ortaköy við sjávarsíðuna. Fjölmargir stukku út í Bosporus á flótta frá árásarmanninum.Tyrkneskir fjölmiðlar þurfa í fréttaflutningi sínum að fylgja ströngum fyrirmælum frá yfirvöldum. Þetta er oft gert í tilraun til að koma í veg fyrir frekari ringulreið í kjölfar hryðjuverkaárása.Viðbúnaður var mikill í Tyrklandi í gærkvöldi þar sem um 17 þúsund lögreglumenn voru á ferli í Istanbúl. Margir þeirra voru klæddir borgaralega.Árásarmannsins er enn leitað.Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti sagði í yfirlýsingu að Tyrkland myndi berjast gegn árásum hryðjuverkahópa og þeirra sem standa þeim að baki en einnig gegn efnahagslegum, pólitískum og félagslegum árásum.Forsetinn sagði að markmið hryðjuverkamannanna væri að skapa glundroða og draga kjarkinn úr Tyrkjum með viðbjóðslegum árásum sem beint væri gegn óbreyttum borgurum. Tyrkir myndu hins vegar standa sameinaðir gegn slíku og ekkert fengi samstöðu þeirra sundrað.Samkvæmt samantekt New York Times hafa 411 látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Uppfært 15:50: Búið er að bera kennsl á 35 af hinum 39 fórnarlömbum árásarinnar. 25 karlmenn og fjórtán konur fórust í árásinni – ellefu tyrkneskir ríkisborgarar og 24 erlendir. Leitin að árásarmanninum stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29