Erlent

Henning Christophersen er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Anker Jørgensen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og utanríkisráðherrann Henning Christophersen árið 1978.
Anker Jørgensen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og utanríkisráðherrann Henning Christophersen árið 1978. Vísir/AFP
Danski stjórnmálamaðurinn Henning Christophersen lést í gær, 77 ára að aldri. Frá þessu greinir Ekstra bladet.

Christophersen var leiðtogi hægriflokksins Venstre, flokks Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á árunum 1978 til 1984.

Hann var utanríkisráðherra Danmerkur á árunum 1978 til 1979 og aðstoðarforsætisráðherra frá 1982 til 1984.

Á árunum 1998 til 2007 var hann forseti Ráðstefnu um orkusáttmálann (Energy Charter Conference).


Tengdar fréttir

Þau kvöddu á árinu 2016

Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×