Enski boltinn

Southgate segir peninga eyðileggja fyrir ungum leikmönnum

Southgate brosmildur á leik í vetur.
Southgate brosmildur á leik í vetur. vísir/getty
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur áhyggjur af þeirri þróun að sífellt yngri leikmenn eru að skrifa undir stóra samninga hjá félögum þrátt fyrir að vera ekki búnir að sanna sig á stóra sviðinu.

Southgate sem stýrði hér áður fyrr U21 árs landsliði Englendinga telur að þetta hafi áhrif á viðhorf yngri leikmanna.

„Það er hætta á skorti að hafa þetta auka sem þarf til að ná á efsta stig. Bestu leikmennirnir munu áfram koma fram því þeir leggja meira á sig en aðrir til þess að ná markmiðum sínum.“

Southgate benti á viðhorf Cristiano Ronaldo og Lionel Messi sem gott dæmi um leikmenn sem væru á höttunum eftir árangri frekar en peningum.

Jose Mourinho hefur furðað sig á því að borga ungum leikmönnum sem hafa ekki leikið í ensku úrvalsdeildinni háar upphæðir en nokkur félög eru komin með launaþak fyrir yngri leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×