Bíó og sjónvarp

Netflix gerir þætti úr söguheimi Witcher

Samúel Karl Ólason skrifar
Geralt frá Rivia.
Geralt frá Rivia. CD Projekt Red
Netflix ætlar að þróa og framleiða sjónvarpsþætti sem byggja á Witcher sögunum eftir Andrzej Sapkowski. Leikjaframleiðandinn CD Projekt Red hefur gert þrjá vinsæla tölvuleiki sem byggja einnig á ævintýrm Geralt frá Rivia.

Sögurnar um Geralt og félaga hans gerast í ævintýraheimi þar sem skrýmsli herja á íbúa. Geralt er svokallaður Witcher sem eru menn sem búa yfir ýmsum hæfileikum og berjast gegn skrýmslum fyrir peninga.

Sapkowski sjálfur segist mjög spenntur fyrir verkefninu, samkvæmt IGN.

Framleiðendur þáttanna segja að þeir muni fylgja óhefðbundinni fjölskyldu eftir og „baráttu þeirra fyrir sannleika í hættulegum heimi“. Persónurnar hafa ekki sést áður í verkum Sapkowski né í leikjunum.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir þriðja leikinn um Geralt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×