Farið fram á gæsluvarðhald yfir fyrrverandi kærasta Tovu Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 14:23 Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Vísir/Getty Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir 22 ára manni vegna gruns um að hann hafi orðið hinni nítján ára Tovu Moberg að bana um helgina. Hinum tveimur mönnunum sem voru í haldi lögreglu hefur verið sleppt. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður er um morðið á að hafa átt í ástarsambandi við Tovu sem fannst látin í stöðuvatni við bóndabæ nálægt Hudiksvall þar sem síðast var vitað að hún var á lífi. Foreldrar Tovu höfðu samband við lögreglu á sunnudag eftir að hún hafði ekki skilað sér heim kvöldið eftir að hún hafði farið út að skemmta sér. Var í kjölfarið ákveðið að lýsa eftir henni í fjölmiðlum.Var glöð og leið vel Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Hudiksvall er tæplega þrjú hundruð kílómetrum norður af Stokkhólmi. Sama kvöld hringdi hún í vin sinn og tilkynnti honum að hún væri stödd við bóndabæ í nágrenninu. Á hún að hafa verið glöð og liðið vel, en þetta var í síðasta sinn sem spurðist til hennar á lífi. Á mánudeginum var fjölgað í leitarliði lögreglu og var stórt svæði í kringum bóndabæinn girt af þar sem notast við þyrlur og hunda við leitina. Lík hennar fannst svo í stöðuvatni við bæinn aðfaranótt þriðjudagsins, en vitað er að hinn grunaði tengist bóndabænum á einhvern hátt.Kærður fyrir að beita hana ofbeldi Enn hefur ekki verið greint frá því hvað olli dauða stúlkunnar og er niðurstöðu réttarlæknis enn beðið. Þó hefur lögregla greint frá því að hún hafi verið með sýnilega áverka á líkamanum án þess að útskýra það nánar. Aðfaranótt mánudagsins voru þrír menn handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfinu, en á þeim tíma hafði lík hennar ekki fundist. Lögregla hefur nú farið fram á að einn mannanna verði úrskurðaður í gæsluvarðhaldi. Segja þeir sem til þekkja að maðurinn og Tova hafi nýverið slitið sambandi sínu, en í lok mars hafði maðurinn verið kærður til lögreglu þar sem hann var sagður hafa beitt Tovu ofbeldi. Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58 Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir 22 ára manni vegna gruns um að hann hafi orðið hinni nítján ára Tovu Moberg að bana um helgina. Hinum tveimur mönnunum sem voru í haldi lögreglu hefur verið sleppt. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður er um morðið á að hafa átt í ástarsambandi við Tovu sem fannst látin í stöðuvatni við bóndabæ nálægt Hudiksvall þar sem síðast var vitað að hún var á lífi. Foreldrar Tovu höfðu samband við lögreglu á sunnudag eftir að hún hafði ekki skilað sér heim kvöldið eftir að hún hafði farið út að skemmta sér. Var í kjölfarið ákveðið að lýsa eftir henni í fjölmiðlum.Var glöð og leið vel Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Hudiksvall er tæplega þrjú hundruð kílómetrum norður af Stokkhólmi. Sama kvöld hringdi hún í vin sinn og tilkynnti honum að hún væri stödd við bóndabæ í nágrenninu. Á hún að hafa verið glöð og liðið vel, en þetta var í síðasta sinn sem spurðist til hennar á lífi. Á mánudeginum var fjölgað í leitarliði lögreglu og var stórt svæði í kringum bóndabæinn girt af þar sem notast við þyrlur og hunda við leitina. Lík hennar fannst svo í stöðuvatni við bæinn aðfaranótt þriðjudagsins, en vitað er að hinn grunaði tengist bóndabænum á einhvern hátt.Kærður fyrir að beita hana ofbeldi Enn hefur ekki verið greint frá því hvað olli dauða stúlkunnar og er niðurstöðu réttarlæknis enn beðið. Þó hefur lögregla greint frá því að hún hafi verið með sýnilega áverka á líkamanum án þess að útskýra það nánar. Aðfaranótt mánudagsins voru þrír menn handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfinu, en á þeim tíma hafði lík hennar ekki fundist. Lögregla hefur nú farið fram á að einn mannanna verði úrskurðaður í gæsluvarðhaldi. Segja þeir sem til þekkja að maðurinn og Tova hafi nýverið slitið sambandi sínu, en í lok mars hafði maðurinn verið kærður til lögreglu þar sem hann var sagður hafa beitt Tovu ofbeldi.
Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58 Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58
Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32