Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2017 21:15 Hörður Björgvin Magnússon. vísir Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, fékk fá fá svör þegar hann gekk á þjálfara sinn hjá Bristol City eftir að vera settur í frystikistuna um mitt mót. Íslensku landsliðsmennirnir sem spila í B-deildinni á Englandi eru búnir að vera í fríi frá því í lok apríl og hafa allir verið að æfa stíft hér á landi til að halda sér í formi fyrir stórleik Íslands á móti Króatíu í undankeppni HM 2018 sem fram fer á Laugardalsvellinum annan sunnudag. Einn þeirra er Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol. „Við fengum viku frí og reyndum að nýta það eins vel og við gátum til að hvíla okkur og undirbúa okkur vel fyrir heimkomu. Síðan þá höfum við æft eins og vitleysingar hér á Íslandi,“ segir hann. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol City fyrir síðustu leiktíð og allt lék í lyndi fram að áramótum. Varnarmaðurinn ungi byrjaði 24 fyrstu leiki liðsins en eftir áramót byrjaði hann aðeins tvo og tók þátt í fjórum leikjum af næstu 22 hjá liðinu. Hvað gerðist þarna? „Það koma líka erfiðir tímar þar sem maður situr á bekknum og svona en þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir Hörður Björgvin sem fékk fá svör þegar hann leitaði eftir þeim. „Ég er í svipuðum sporum og allir. Ég reyndi að fá einhverjar upplýsingar en fékk ekki eins miklar og ég vildi. Það komu nýir menn í janúarglugganum og þjálfarinn taldi þá betri en mig. Það gekk samt ekki vel þó að þeir kæmu inn.“Vísir greindi frá því á dögunum að líklegt er að Hörður yfirgefi Bristol, hvort sem það er á láni eða fyrir fullt og allt, til að spila aftur reglulega. Áhuginn á honum er mikill. „Maður veit aldrei hvernig þessi fótbolti er en auðvitað langar mig að spila alla leiki heilt tímabili. Ég var ánægður með tímabilið mitt í heild sinni en auðvitað langar mig að spila meira. Ég er opinn fyrir því ef eitthvað gerist en ég er samningsbundinn Bristol og er glaður og ánægður þar,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. Enski boltinn Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, fékk fá fá svör þegar hann gekk á þjálfara sinn hjá Bristol City eftir að vera settur í frystikistuna um mitt mót. Íslensku landsliðsmennirnir sem spila í B-deildinni á Englandi eru búnir að vera í fríi frá því í lok apríl og hafa allir verið að æfa stíft hér á landi til að halda sér í formi fyrir stórleik Íslands á móti Króatíu í undankeppni HM 2018 sem fram fer á Laugardalsvellinum annan sunnudag. Einn þeirra er Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol. „Við fengum viku frí og reyndum að nýta það eins vel og við gátum til að hvíla okkur og undirbúa okkur vel fyrir heimkomu. Síðan þá höfum við æft eins og vitleysingar hér á Íslandi,“ segir hann. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol City fyrir síðustu leiktíð og allt lék í lyndi fram að áramótum. Varnarmaðurinn ungi byrjaði 24 fyrstu leiki liðsins en eftir áramót byrjaði hann aðeins tvo og tók þátt í fjórum leikjum af næstu 22 hjá liðinu. Hvað gerðist þarna? „Það koma líka erfiðir tímar þar sem maður situr á bekknum og svona en þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir Hörður Björgvin sem fékk fá svör þegar hann leitaði eftir þeim. „Ég er í svipuðum sporum og allir. Ég reyndi að fá einhverjar upplýsingar en fékk ekki eins miklar og ég vildi. Það komu nýir menn í janúarglugganum og þjálfarinn taldi þá betri en mig. Það gekk samt ekki vel þó að þeir kæmu inn.“Vísir greindi frá því á dögunum að líklegt er að Hörður yfirgefi Bristol, hvort sem það er á láni eða fyrir fullt og allt, til að spila aftur reglulega. Áhuginn á honum er mikill. „Maður veit aldrei hvernig þessi fótbolti er en auðvitað langar mig að spila alla leiki heilt tímabili. Ég var ánægður með tímabilið mitt í heild sinni en auðvitað langar mig að spila meira. Ég er opinn fyrir því ef eitthvað gerist en ég er samningsbundinn Bristol og er glaður og ánægður þar,“ segir Hörður Björgvin Magnússon.
Enski boltinn Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00