Áhuginn og jafnréttishugurinn fyllir stelpurnar þjóðarstolti Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 10:30 Í gær var ein vika í fyrsta leik stelpnanna okkar á EM í Hollandi en eftir sex daga mæta þær stórliði Frakklands í Tilburg. Spenningurinn er mikill og umfjöllunin um liðið og áhuginn á því aldrei meiri að sögn stelpnanna.Stelpurnar okkar æfðu í sólskininu í Laugardalnum í gær og var augljóslega mikill spenningur í liðinu enda stutt í fyrsta leik. Íslenska liðið var í mikilli hópeflisferð á Selfossi um síðustu helgi en í gærmorgun tók raunveruleikinn aftur við. Leikmenn liðsins greina mikinn áhuga á liðinu hjá fólkinu í landinu og fjölmiðlaumfjöllunin hefur aldrei verið meiri. Maður flettir vart blöðum eða skiptir um rás á sjónvarpinu án þess að rekast á eina af stelpunum okkar. „Þetta er ótrúlega gaman en aðeins öðruvísi en ég hef upplifað áður. Það er svolítið mikið að gera - meira en maður er vanur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins. „Það er ótrúlega gaman að sjá þetta koma svona sterkt inn núna, sérstaklega í kringum þetta mót. Maður finnur fyrir ótrúlegum stuðningi frá fjölmiðlum á Íslandi og þetta dreifir úr sér til almennings. Þeir eru líka 100 prósent með okkur og það er geggjað að fá að upplifa þetta og vera með í þessu.“ Hólmfríður Magnúsdóttir er að fara á sitt þriðja stórmót. Hún segir umfjöllunina aldrei hafa verið meiri og er þakklát fyrir hana en bendir á að stelpurnar eiga ekkert minna skilið. „Þetta er bara frábært. Við erum búnar að vinna fyrir þessu. Við eigum þetta skilið enda erum við að fara á okkar þriðja stórmót. Við viljum athygli og við viljum síðan skila þessu inn á vellinum þarna úti. Þetta er frábært. Það eru allir sem þekkja mann úti á götu og allir að segja gangi þér vel sama hvort maður gengur inn á veitingastað eða búð. Maður finnur stuðninginn frá öllum Íslendingum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir tekur í sama streng og samherjar sínir og fagnar því að íslenska þjóðin sé komin aftur í EM-partígírinn, ef hún fór þá einhverntíma úr honum eftir ævintýri strákanna í Frakklandi í fyrra. „Þetta fyllir mig þjóðarstolti. Ég er stolt af samfélaginu. Það er svo mikill jafnréttishugur í Íslendingum. Það er svo mikill hugur í Íslendingum og það var geggjað að sjá hvað strákarnir fengu fyrra í fyrra. KSÍ lærði svo mikið af þeirri keppni og þjóðin er að halda áfram í þessu partí. Núna eru þetta við og það eru allir með. Maður finnur fyrir ótrúlega miklum krafti frá öllum,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02 Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00 Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00 Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Í gær var ein vika í fyrsta leik stelpnanna okkar á EM í Hollandi en eftir sex daga mæta þær stórliði Frakklands í Tilburg. Spenningurinn er mikill og umfjöllunin um liðið og áhuginn á því aldrei meiri að sögn stelpnanna.Stelpurnar okkar æfðu í sólskininu í Laugardalnum í gær og var augljóslega mikill spenningur í liðinu enda stutt í fyrsta leik. Íslenska liðið var í mikilli hópeflisferð á Selfossi um síðustu helgi en í gærmorgun tók raunveruleikinn aftur við. Leikmenn liðsins greina mikinn áhuga á liðinu hjá fólkinu í landinu og fjölmiðlaumfjöllunin hefur aldrei verið meiri. Maður flettir vart blöðum eða skiptir um rás á sjónvarpinu án þess að rekast á eina af stelpunum okkar. „Þetta er ótrúlega gaman en aðeins öðruvísi en ég hef upplifað áður. Það er svolítið mikið að gera - meira en maður er vanur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins. „Það er ótrúlega gaman að sjá þetta koma svona sterkt inn núna, sérstaklega í kringum þetta mót. Maður finnur fyrir ótrúlegum stuðningi frá fjölmiðlum á Íslandi og þetta dreifir úr sér til almennings. Þeir eru líka 100 prósent með okkur og það er geggjað að fá að upplifa þetta og vera með í þessu.“ Hólmfríður Magnúsdóttir er að fara á sitt þriðja stórmót. Hún segir umfjöllunina aldrei hafa verið meiri og er þakklát fyrir hana en bendir á að stelpurnar eiga ekkert minna skilið. „Þetta er bara frábært. Við erum búnar að vinna fyrir þessu. Við eigum þetta skilið enda erum við að fara á okkar þriðja stórmót. Við viljum athygli og við viljum síðan skila þessu inn á vellinum þarna úti. Þetta er frábært. Það eru allir sem þekkja mann úti á götu og allir að segja gangi þér vel sama hvort maður gengur inn á veitingastað eða búð. Maður finnur stuðninginn frá öllum Íslendingum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir tekur í sama streng og samherjar sínir og fagnar því að íslenska þjóðin sé komin aftur í EM-partígírinn, ef hún fór þá einhverntíma úr honum eftir ævintýri strákanna í Frakklandi í fyrra. „Þetta fyllir mig þjóðarstolti. Ég er stolt af samfélaginu. Það er svo mikill jafnréttishugur í Íslendingum. Það er svo mikill hugur í Íslendingum og það var geggjað að sjá hvað strákarnir fengu fyrra í fyrra. KSÍ lærði svo mikið af þeirri keppni og þjóðin er að halda áfram í þessu partí. Núna eru þetta við og það eru allir með. Maður finnur fyrir ótrúlega miklum krafti frá öllum,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02 Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00 Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00 Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02
Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00
Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00
Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30