Þjóðhagsspá Íslandsbanka 2017: Hápunkti hagsveiflunnar náð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2017 12:45 Miklar framkvæmdir standa yfir í miðbæ Reykjavíkur en krönum hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár til marks um hagvöxtinn sem Íslandsbanki telur að hafi náð hámarki í fyrra. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að talsvert muni hægja á hagvexti á komandi misserum. Hann verði 4,5% í ár en 2,8% á næsta ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Þjóðhagsspá bankans í ár sem kynnt var á fjármálaþingi bankans á Nordica í hádeginu í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, kynnti spána á fundinum. Talið er að hagvöxturinn hafi náð hámarki í fyrra þegar hann var 7,4%. „Vöxturinn hefur hvílt á hratt vaxandi ferðaþjónustu, aukinni fjárfestingu í þann geira sem og almennt meðal atvinnuvega, vaxandi kaupmætti heimila og farsælli lausn á þeim vandamálum sem fall meginhluta fjármálakerfisins skapaði í lok síðasta áratugar.“ Bankinn spáir því að verðbólga muni fara yfir markmið Seðlabankans á næsta ári, verði 1,9% í ár, 3,0% árið 2018 og 2,8% árið 2019. Þá muni hægja á vexti kaupmáttar launa sem verði 5,0% í ár og 2,9% á næsta ári.Heimilin í landinu munu taka við hagvaxtarboltanum að mati greiningardeildarinnar. Aðalatriðin úr spá Íslandsbanka sem afhent var á fjármálaþingi bankans í hádeginu.Vöxtur einkaneyslu nái hámarki í ár og verði 8,0% en minnki á næsta ári og verði 5,0%. Þá verði áframhaldandi viðskiptaafgangur drifinn af vexti ferðaþjónustunnar sem muni nema 4,8% af VLF (vergri landsframleiðslu) í ár en minnki svo í 3,9% á næsta ári. Spáð er að 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á árinu 2017 sem jafngildir um 30% fjölgun milli ára. Ferðaþjónustan mun að mati bankans skila um 45% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarbúsins í ár, samanborið við 39% í fyrra. Til samanburðar er gert ráð fyrir því að sjávarútvegur og áliðnaður skili samtals 31% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Gert er ráð fyrir hröðum vexti í íbúðafjárfestingu sem verði 27% í ár og 20% á næsta ári. Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að talsvert muni hægja á hagvexti á komandi misserum. Hann verði 4,5% í ár en 2,8% á næsta ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Þjóðhagsspá bankans í ár sem kynnt var á fjármálaþingi bankans á Nordica í hádeginu í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, kynnti spána á fundinum. Talið er að hagvöxturinn hafi náð hámarki í fyrra þegar hann var 7,4%. „Vöxturinn hefur hvílt á hratt vaxandi ferðaþjónustu, aukinni fjárfestingu í þann geira sem og almennt meðal atvinnuvega, vaxandi kaupmætti heimila og farsælli lausn á þeim vandamálum sem fall meginhluta fjármálakerfisins skapaði í lok síðasta áratugar.“ Bankinn spáir því að verðbólga muni fara yfir markmið Seðlabankans á næsta ári, verði 1,9% í ár, 3,0% árið 2018 og 2,8% árið 2019. Þá muni hægja á vexti kaupmáttar launa sem verði 5,0% í ár og 2,9% á næsta ári.Heimilin í landinu munu taka við hagvaxtarboltanum að mati greiningardeildarinnar. Aðalatriðin úr spá Íslandsbanka sem afhent var á fjármálaþingi bankans í hádeginu.Vöxtur einkaneyslu nái hámarki í ár og verði 8,0% en minnki á næsta ári og verði 5,0%. Þá verði áframhaldandi viðskiptaafgangur drifinn af vexti ferðaþjónustunnar sem muni nema 4,8% af VLF (vergri landsframleiðslu) í ár en minnki svo í 3,9% á næsta ári. Spáð er að 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á árinu 2017 sem jafngildir um 30% fjölgun milli ára. Ferðaþjónustan mun að mati bankans skila um 45% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarbúsins í ár, samanborið við 39% í fyrra. Til samanburðar er gert ráð fyrir því að sjávarútvegur og áliðnaður skili samtals 31% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Gert er ráð fyrir hröðum vexti í íbúðafjárfestingu sem verði 27% í ár og 20% á næsta ári.
Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira