Alþingi kemur saman til fundar í dag í síðasta sinn fyrir þingkosningarnar sem verða þann 28. október næstkomandi. Þingfundur hefst klukkan 13:30 og er fyrsta mál á dagskrá frumvarp til breytinga á lögum á almennum hegningarlögum.
Snýr frumvarpið að breytingu á ákvæðum um uppreist æru og standa formenn allra flokkanna á þingi að frumvarpinu. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er flutningsmaður frumvarpsins.
Annað mál á dagskrá eru kosningar til Alþingis og frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt.
Þriðja mál á dagskrá er síðan breytingar á lögum um útlendinga. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er flutningsmaður frumvarpsins og standa allir flokkar á þingi að frumvarpinu fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn.
Fjórða mál þingfundarins er síðan frestun á fundum Alþingis.
Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum í spilaranum hér fyrir neðan.
Bein útsending: Síðasti fundur Alþingis fyrir kosningar
Tengdar fréttir
Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur
Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins.
Þing kemur saman í síðasta sinn fyrir kosningar
Hefst þingfundur klukkan 13:30.