Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2017 07:00 David Davis (t.v.) og Michel Barnier (t.h.), formenn samninganefnda Bretlands og Evrópusambandsins. vísir/EPA Ekki er öruggt að Bretar nái fríverslunarsamningi við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu landsins úr sambandinu. Þetta sagði David Davis Brexitmálaráðherra í samtali við BBC í gær. „Ég er nokkuð viss um að við náum samkomulagi. Ég er ekki hundrað prósent viss en það getur maður aldrei verið, þetta eru samningaviðræður,“ sagði Davis. Að mati Davis hafa allnokkur ríki sambandsins mikinn hag af því að ná góðum samningi við Bretland. Ef ESB ætlaði hins vegar að bjóða Bretum „refsingarsamning“ væru Bretar tilbúnir til þess að slíta viðræðum. „Við erum með áætlun sem við munum fylgja verði sú raunin,“ sagði Davis. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sjálf þurft að sæta gagnrýni fyrir orð sín um að „enginn samningur væri skárri en slæmur samningur“. Það hefur fjármálaráðherrann Philip Hammond einnig sagt. Í síðustu viku sagði hann að það væri vissulega slæmt fyrir Bretland ef enginn samningur næðist. „Verra væri hins vegar ef samningurinn væri sérstaklega til þess gerður að mergsjúga breska hagkerfið,“ sagði Hammond. Davis fer fyrir samninganefnd Breta en viðræður við hliðstæðu hans hjá ESB, Michel Barnier, hófust í síðustu viku. „Hann vill ná samkomulagi alveg jafnmikið og við,“ sagði Davis. Davis sagði að Bretar vildu ná samkomulagi sem þjónaði hagsmunum beggja aðila. Hins vegar væri afar líklegt að nokkur aðlögunartími yrði eftir Brexit og myndu Bretar þá ekki geta stundað fríverslun við Evrópusambandsríki í eitt eða tvö ár. Í síðustu viku fundaði May með öðrum leiðtogum Evrópusambandsríkja. Lagði hún þá fram samningstilboð Breta um réttindi borgara Evrópusambandsins er búa á Bretlandi. Mætti tilboð Breta nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB. Í viðtali gærdagsins sagðist Davis vilja klára þær viðræður sem fyrst. Til að mynda þyrfti að ræða landamærin á milli Norður-Írlands, er tilheyrir Bretlandi, og Írlands, sem er aðildarríki ESB. Davis sagði vilja ríkisstjórnar May að hafa „ósýnileg landamæri“ á svæðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Sjá meira
Ekki er öruggt að Bretar nái fríverslunarsamningi við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu landsins úr sambandinu. Þetta sagði David Davis Brexitmálaráðherra í samtali við BBC í gær. „Ég er nokkuð viss um að við náum samkomulagi. Ég er ekki hundrað prósent viss en það getur maður aldrei verið, þetta eru samningaviðræður,“ sagði Davis. Að mati Davis hafa allnokkur ríki sambandsins mikinn hag af því að ná góðum samningi við Bretland. Ef ESB ætlaði hins vegar að bjóða Bretum „refsingarsamning“ væru Bretar tilbúnir til þess að slíta viðræðum. „Við erum með áætlun sem við munum fylgja verði sú raunin,“ sagði Davis. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sjálf þurft að sæta gagnrýni fyrir orð sín um að „enginn samningur væri skárri en slæmur samningur“. Það hefur fjármálaráðherrann Philip Hammond einnig sagt. Í síðustu viku sagði hann að það væri vissulega slæmt fyrir Bretland ef enginn samningur næðist. „Verra væri hins vegar ef samningurinn væri sérstaklega til þess gerður að mergsjúga breska hagkerfið,“ sagði Hammond. Davis fer fyrir samninganefnd Breta en viðræður við hliðstæðu hans hjá ESB, Michel Barnier, hófust í síðustu viku. „Hann vill ná samkomulagi alveg jafnmikið og við,“ sagði Davis. Davis sagði að Bretar vildu ná samkomulagi sem þjónaði hagsmunum beggja aðila. Hins vegar væri afar líklegt að nokkur aðlögunartími yrði eftir Brexit og myndu Bretar þá ekki geta stundað fríverslun við Evrópusambandsríki í eitt eða tvö ár. Í síðustu viku fundaði May með öðrum leiðtogum Evrópusambandsríkja. Lagði hún þá fram samningstilboð Breta um réttindi borgara Evrópusambandsins er búa á Bretlandi. Mætti tilboð Breta nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB. Í viðtali gærdagsins sagðist Davis vilja klára þær viðræður sem fyrst. Til að mynda þyrfti að ræða landamærin á milli Norður-Írlands, er tilheyrir Bretlandi, og Írlands, sem er aðildarríki ESB. Davis sagði vilja ríkisstjórnar May að hafa „ósýnileg landamæri“ á svæðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Sjá meira