Ísinn loksins brotinn hjá Guðrúnu Brá Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 06:00 Egill Ragnar og Guðrún Brá með bikarana í gær. mynd/gsí Ný nöfn voru rituð á Íslandsmeistarabikarana í holukeppni í gærkvöldi þegar tveir ungir kylfingar báru sigur úr býtum á Íslandsmótinu sem haldið var í Vestmannaeyjum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, fagnaði sigri í kvennaflokki eftir sigur á Helgu Kristínu Einarsdóttur, GK, og Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, lagði Alfreð Brynjar Kristinsson í úrslitum í karlaflokki. Egill var að klára sitt fyrsta ár í háskólagolfinu í Bandaríkjunum og kemur heim með látum en Guðrún Brá var að ljúka háskólanámi og er komin heim eftir þrjú og hálft ár í háskólagolfinu.Loksins, loksins. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul hefur Guðrún Brá verið einn besti kylfingur landsins um nokkurra ára skeið. Hún var algjör barnastjarna og hefur oft verið í baráttunni um stóru titlana en aldrei hafði henni tekist að verða Íslandsmeistari í höggleik eða holukeppni fyrr en í gær. „Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Guðrún Brá hress og kát þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær þar sem hún snæddi sigurmáltíð í Vestmannaeyjum. „Nú er ég loksins búin að opna hliðið og þá fara stóru titlarnir vonandi að detta inn,“ bætir hún við. Guðrún Brá var mjög ánægð með spilamennsku sína og hún passaði sig á því að hugsa ekki neitt um þau skipti sem hún hefur látið þá stóru renna sér úr greipum. „Ég var rosalega ákveðin í að það myndi ekki koma upp í hausinn á mér og það tókst. Ég var líka að gera fá mistök og spila stöðugt golf. Þetta var spennandi og góður leikur en ég hélt alltaf að minnsta kosti einnar holu forskoti og náði að vinna sem var æðislegt,“ sagði hún en er þá ekki stefnan á að taka höggleikinn líka? „Jú, fyrst ég er byrjuð er ekkert annað í stöðunni.“ Guðrún Brá er komin heim úr háskólanámi en ætlar sér í Q-School í haust. Hún ber háskólaverunni góða sögu. „Þetta er búin að vera alveg geðveik reynsla. Maður finnur alveg hvernig maður verður betri í öllu og hvað þetta hjálpar manni mikið. Það er svo mikill munur að geta spilað við bestu aðstæður allt árið um kring,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir.Tveir titlar á einni viku Hinn tvítugi Egill Ragnar hefur átt góða tíma á golfvellinum síðustu daga því viku áður en hann fagnaði sigri í holukeppni fullorðinna vann hann holukeppni pilta 19-21 árs. Tveir Íslandsmeistaratitlar á sjö dögum. „Það er ekki slæmt,“ sagði Egill eftir sigurinn í gær en hann kvaðst ekkert stressaður þrátt fyrir að vera í forystunni gegn Alfreð Brynjari sem er, fyrir þá sem ekki vita, bróðir Ólafíu Þórunnar. „Það var ekkert stress eða svoleiðis í gangi. Ég tók bara eitt högg fyrir í einu og reyndi að halda rónni. Ég er að spila mjög gott golf núna. Það er allt að smella og þetta lítur bara vel út hjá mér.“ Egill Ragnar er eins og Guðrún Brá nýkominn heim úr háskóla en hann var að klára fyrsta árið sitt hjá Georgia State. „Veran úti hefur hjálpað mér mikið. Maður áttar sig betur á öllu sem er í gangi og svona og hvernig á að skipuleggja leikinn sinn. Þetta hjálpar allt saman,“ sagði Egill Ragnar Gunnarsson sem ætlar að spila Íslandsmótið í höggleik en hann fer svo aftur út í ágúst. Golf Tengdar fréttir Egill Ragnar og Guðrún Brá Íslandsmeistarar í holukeppni 2017 Leikið var til úrslita um KPMG bikarinn og í boði var Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni árið 2017 í karla- og kvennaflokki í Vestmannaeyjum í dag. 25. júní 2017 15:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ný nöfn voru rituð á Íslandsmeistarabikarana í holukeppni í gærkvöldi þegar tveir ungir kylfingar báru sigur úr býtum á Íslandsmótinu sem haldið var í Vestmannaeyjum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, fagnaði sigri í kvennaflokki eftir sigur á Helgu Kristínu Einarsdóttur, GK, og Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, lagði Alfreð Brynjar Kristinsson í úrslitum í karlaflokki. Egill var að klára sitt fyrsta ár í háskólagolfinu í Bandaríkjunum og kemur heim með látum en Guðrún Brá var að ljúka háskólanámi og er komin heim eftir þrjú og hálft ár í háskólagolfinu.Loksins, loksins. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul hefur Guðrún Brá verið einn besti kylfingur landsins um nokkurra ára skeið. Hún var algjör barnastjarna og hefur oft verið í baráttunni um stóru titlana en aldrei hafði henni tekist að verða Íslandsmeistari í höggleik eða holukeppni fyrr en í gær. „Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Guðrún Brá hress og kát þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær þar sem hún snæddi sigurmáltíð í Vestmannaeyjum. „Nú er ég loksins búin að opna hliðið og þá fara stóru titlarnir vonandi að detta inn,“ bætir hún við. Guðrún Brá var mjög ánægð með spilamennsku sína og hún passaði sig á því að hugsa ekki neitt um þau skipti sem hún hefur látið þá stóru renna sér úr greipum. „Ég var rosalega ákveðin í að það myndi ekki koma upp í hausinn á mér og það tókst. Ég var líka að gera fá mistök og spila stöðugt golf. Þetta var spennandi og góður leikur en ég hélt alltaf að minnsta kosti einnar holu forskoti og náði að vinna sem var æðislegt,“ sagði hún en er þá ekki stefnan á að taka höggleikinn líka? „Jú, fyrst ég er byrjuð er ekkert annað í stöðunni.“ Guðrún Brá er komin heim úr háskólanámi en ætlar sér í Q-School í haust. Hún ber háskólaverunni góða sögu. „Þetta er búin að vera alveg geðveik reynsla. Maður finnur alveg hvernig maður verður betri í öllu og hvað þetta hjálpar manni mikið. Það er svo mikill munur að geta spilað við bestu aðstæður allt árið um kring,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir.Tveir titlar á einni viku Hinn tvítugi Egill Ragnar hefur átt góða tíma á golfvellinum síðustu daga því viku áður en hann fagnaði sigri í holukeppni fullorðinna vann hann holukeppni pilta 19-21 árs. Tveir Íslandsmeistaratitlar á sjö dögum. „Það er ekki slæmt,“ sagði Egill eftir sigurinn í gær en hann kvaðst ekkert stressaður þrátt fyrir að vera í forystunni gegn Alfreð Brynjari sem er, fyrir þá sem ekki vita, bróðir Ólafíu Þórunnar. „Það var ekkert stress eða svoleiðis í gangi. Ég tók bara eitt högg fyrir í einu og reyndi að halda rónni. Ég er að spila mjög gott golf núna. Það er allt að smella og þetta lítur bara vel út hjá mér.“ Egill Ragnar er eins og Guðrún Brá nýkominn heim úr háskóla en hann var að klára fyrsta árið sitt hjá Georgia State. „Veran úti hefur hjálpað mér mikið. Maður áttar sig betur á öllu sem er í gangi og svona og hvernig á að skipuleggja leikinn sinn. Þetta hjálpar allt saman,“ sagði Egill Ragnar Gunnarsson sem ætlar að spila Íslandsmótið í höggleik en hann fer svo aftur út í ágúst.
Golf Tengdar fréttir Egill Ragnar og Guðrún Brá Íslandsmeistarar í holukeppni 2017 Leikið var til úrslita um KPMG bikarinn og í boði var Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni árið 2017 í karla- og kvennaflokki í Vestmannaeyjum í dag. 25. júní 2017 15:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Egill Ragnar og Guðrún Brá Íslandsmeistarar í holukeppni 2017 Leikið var til úrslita um KPMG bikarinn og í boði var Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni árið 2017 í karla- og kvennaflokki í Vestmannaeyjum í dag. 25. júní 2017 15:01