Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 06:00 Emil á EM síðasta sumar. vísir/getty Emil Hallfreðsson viðurkennir sjálfur að þrátt fyrir mikla velgengni íslenska landsliðsins á EM í sumar hafi hann ekki upplifað persónulega velgengni. Hann var aldrei í byrjunarliði Íslands og kom aðeins við sögu í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég bíð bara eftir mínu tækifæri og er ekkert að væla yfir minni stöðu. Þegar tækifærið kemur verð ég að nýta það,“ sagði Emil fyrir æfingu íslenska landsliðsins á heimavelli Parma, hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, í gær. „Hér er frábært að vera. Mér líður eins og heima hjá mér á Ítalíu og það er gaman að koma til nýrra borga og vera þar í nokkra daga,“ segir Emil sem hefur þó spilað nokkrum sinnum á Il Tardini, áður en félagið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deildina. „Það er allt til alls hjá okkur. Við erum hér í afar góðu yfirlæti – fáum að æfa á heimavelli Parma og erum á fínu hóteli sem er vant því að taka á móti fótboltaliðum.“Ánægður þar sem ég er Emil er á mála hjá Udinese sem er í tólfta sæti ítölsku 1. deildarinnar. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína og gerði þar á undan sterkt 1-1 jafntefli við Ítalíumeistara og topplið Juventus. Emil er í stóru hlutverki á miðju Udinese. „Það er búið að ganga vel. Ég er að spila alla leiki og eftir þrjá taplausa leiki í röð erum við að horfa til þess að komast ofar í töflunni,“ segir Emil. „Leikstíll liðsins hentar mér ágætlega. Ég hef að undanförnu verið að spila sem djúpur miðjumaður og er því að læra á nýja stöðu. Ég hef oftast verið í sókndjarfara hlutverki en þetta á ágætlega við mig og ég er ánægður á þeim stað sem ég er á.“Emil er klár í slaginn gegn Kósóvó.Nordicphotos/GettyEkki allir sem aðlagast Emil hefur verið atvinnumaður undanfarin tólf ár og er að spila með þriðja liði sínu á Ítalíu, þar sem hann hefur verið langstærstan hluta ferilsins. Hann var í fimm ár hjá Hellas Verona áður en hann gekk í raðir Udinese í sumar. Hafnfirðingurinn verður 33 ára í sumar og á rúmt ár eftir af samningi sínum. Heima á Íslandi fær ítalska úrvalsdeildin oft minni athygli en hinar stóru deildirnar í Evrópu og Emil hefur sjálfur orðið var við það. „Ítalía er ein stærsta deild í heimi og mjög erfið. Það eru ekki allir sem ná að aðlagast ítölsku taktíkinni og hvernig þeir vilja að leikurinn sé spilaður. En þetta er líka hörkuskemmtileg deild. Fólk þekkir örugglega vel hversu sterk ítalska deildin er en kannski átta ekki allir sig á því að það er ekki daglegt brauð að Íslendingur sé að spila í Serie A,“ segir Emil. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf helst á þremur stigum að halda. Emil, sem hefur oftar en ekki verið í hlutverki varamannsins með íslenska landsliðinu síðustu misserin, gæti fengið stærra hlutverk nú vegna forfalla nokkurra lykilmanna. „Ef ég væri Heimir [Hallgrímsson] myndi ég setja mig í byrjunarliðið,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég tel mig sýna og sanna í hverri viku hér á Ítalíu að ég geti spilað með íslenska landsliðinu. Þegar tækifærið kemur þá reyni ég bara að nýta það.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Emil Hallfreðsson viðurkennir sjálfur að þrátt fyrir mikla velgengni íslenska landsliðsins á EM í sumar hafi hann ekki upplifað persónulega velgengni. Hann var aldrei í byrjunarliði Íslands og kom aðeins við sögu í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég bíð bara eftir mínu tækifæri og er ekkert að væla yfir minni stöðu. Þegar tækifærið kemur verð ég að nýta það,“ sagði Emil fyrir æfingu íslenska landsliðsins á heimavelli Parma, hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, í gær. „Hér er frábært að vera. Mér líður eins og heima hjá mér á Ítalíu og það er gaman að koma til nýrra borga og vera þar í nokkra daga,“ segir Emil sem hefur þó spilað nokkrum sinnum á Il Tardini, áður en félagið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deildina. „Það er allt til alls hjá okkur. Við erum hér í afar góðu yfirlæti – fáum að æfa á heimavelli Parma og erum á fínu hóteli sem er vant því að taka á móti fótboltaliðum.“Ánægður þar sem ég er Emil er á mála hjá Udinese sem er í tólfta sæti ítölsku 1. deildarinnar. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína og gerði þar á undan sterkt 1-1 jafntefli við Ítalíumeistara og topplið Juventus. Emil er í stóru hlutverki á miðju Udinese. „Það er búið að ganga vel. Ég er að spila alla leiki og eftir þrjá taplausa leiki í röð erum við að horfa til þess að komast ofar í töflunni,“ segir Emil. „Leikstíll liðsins hentar mér ágætlega. Ég hef að undanförnu verið að spila sem djúpur miðjumaður og er því að læra á nýja stöðu. Ég hef oftast verið í sókndjarfara hlutverki en þetta á ágætlega við mig og ég er ánægður á þeim stað sem ég er á.“Emil er klár í slaginn gegn Kósóvó.Nordicphotos/GettyEkki allir sem aðlagast Emil hefur verið atvinnumaður undanfarin tólf ár og er að spila með þriðja liði sínu á Ítalíu, þar sem hann hefur verið langstærstan hluta ferilsins. Hann var í fimm ár hjá Hellas Verona áður en hann gekk í raðir Udinese í sumar. Hafnfirðingurinn verður 33 ára í sumar og á rúmt ár eftir af samningi sínum. Heima á Íslandi fær ítalska úrvalsdeildin oft minni athygli en hinar stóru deildirnar í Evrópu og Emil hefur sjálfur orðið var við það. „Ítalía er ein stærsta deild í heimi og mjög erfið. Það eru ekki allir sem ná að aðlagast ítölsku taktíkinni og hvernig þeir vilja að leikurinn sé spilaður. En þetta er líka hörkuskemmtileg deild. Fólk þekkir örugglega vel hversu sterk ítalska deildin er en kannski átta ekki allir sig á því að það er ekki daglegt brauð að Íslendingur sé að spila í Serie A,“ segir Emil. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf helst á þremur stigum að halda. Emil, sem hefur oftar en ekki verið í hlutverki varamannsins með íslenska landsliðinu síðustu misserin, gæti fengið stærra hlutverk nú vegna forfalla nokkurra lykilmanna. „Ef ég væri Heimir [Hallgrímsson] myndi ég setja mig í byrjunarliðið,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég tel mig sýna og sanna í hverri viku hér á Ítalíu að ég geti spilað með íslenska landsliðinu. Þegar tækifærið kemur þá reyni ég bara að nýta það.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti