Deildu um Frelsisstyttuna í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2017 10:47 Stephen MIller, ráðgjafi Donald Trump. Vísir/GETTY Frelsisstytta Bandaríkjanna varð að deiluefni í Hvíta húsinu í gær, eftir að Donald Trump, forseti, kynnti nýtt frumvarp sem gerbreyta á innflytjendalögum ríkisins og byggja þau á hæfnismati innflytjenda. Fækka á löglegum innflytjendum verulega og koma upp stigakerfi sem byggir á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamaðurinn Jim Acosta spurði Stephen Miller, ráðgjafa Trump, út í áletrun á Frelsisstyttunni þar sem innflytjendur og aðrir eru boðnir velkomnir. Sagði hann að þar væri talað um fátækt og þrett fólk, en hvergi væri minnst á ensku. Miller sagði áletruninni hafa verið bætt við styttuna eftir að hún var byggð. Þeir deildu þó meira og Acosta spurði hvort að eingöngu ætti að hleypa inn fólki frá Bretlandi og Ástralíu. Við það móðgaðist Miller verulega fyrir hönd innflytjenda frá öðrum löndum, sem tala þrátt fyrir það ensku. Sjá má samskipti þeirra hér að neðan. Þegar Trump kynnti frumvarpið í gær sagði hann að Bandaríkin hefðu um áratugaskeið rekið innflytjendastefnu sem miðaði við að bjóða ómenntuðu láglaunafólki ríkisborgararétt. Staðreyndin er hins vegar sú að innflytjendur í Bandaríkjunum eru líklegri til þess að vera með betri menntun en Bandaríkjamenn.AP fréttaveitan bendir á rannsókn Pew rannsóknarmiðstöðvarinnar frá árinu 2015. Þar kom fram að af innflytjendum síðustu fimm ára voru 41 prósent þeirra með háskólapróf. Um 30 prósent heimamanna eru með slíka menntun. Um 18 prósent innflytjenda höfðu lokið framhaldsnámi, sem einnig er mun hærra hlutfall en meðal innfæddra Bandaríkjamanna. Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Frelsisstytta Bandaríkjanna varð að deiluefni í Hvíta húsinu í gær, eftir að Donald Trump, forseti, kynnti nýtt frumvarp sem gerbreyta á innflytjendalögum ríkisins og byggja þau á hæfnismati innflytjenda. Fækka á löglegum innflytjendum verulega og koma upp stigakerfi sem byggir á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt. Blaðamaðurinn Jim Acosta spurði Stephen Miller, ráðgjafa Trump, út í áletrun á Frelsisstyttunni þar sem innflytjendur og aðrir eru boðnir velkomnir. Sagði hann að þar væri talað um fátækt og þrett fólk, en hvergi væri minnst á ensku. Miller sagði áletruninni hafa verið bætt við styttuna eftir að hún var byggð. Þeir deildu þó meira og Acosta spurði hvort að eingöngu ætti að hleypa inn fólki frá Bretlandi og Ástralíu. Við það móðgaðist Miller verulega fyrir hönd innflytjenda frá öðrum löndum, sem tala þrátt fyrir það ensku. Sjá má samskipti þeirra hér að neðan. Þegar Trump kynnti frumvarpið í gær sagði hann að Bandaríkin hefðu um áratugaskeið rekið innflytjendastefnu sem miðaði við að bjóða ómenntuðu láglaunafólki ríkisborgararétt. Staðreyndin er hins vegar sú að innflytjendur í Bandaríkjunum eru líklegri til þess að vera með betri menntun en Bandaríkjamenn.AP fréttaveitan bendir á rannsókn Pew rannsóknarmiðstöðvarinnar frá árinu 2015. Þar kom fram að af innflytjendum síðustu fimm ára voru 41 prósent þeirra með háskólapróf. Um 30 prósent heimamanna eru með slíka menntun. Um 18 prósent innflytjenda höfðu lokið framhaldsnámi, sem einnig er mun hærra hlutfall en meðal innfæddra Bandaríkjamanna.
Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira