Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. apríl 2017 09:05 Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. Vísir/AFP Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram, en nú berast fregnir af því að pari á leið til Costa Rica til að gifta sig hafi verið vísað frá borði í Houston um helgina. Parið sagðist hafa fært sig eftir að hafa fundið sofandi farþega í sætunum sínum, en samkvæmt flugfélaginu hafi þau fært sig í dýrari sæti sem þau hafi ekki borgað fyrir og hafi neitað að færa sig aftur í sín sæti þegar þau hafi verið beðin um það. Amber Maxwell og Michael Hohl voru síðustu farþegarnir til að fara um borð í vélina, sem var hálf full. Þegar þau ætluðu að setjast í sæti sín sáu þau að sofandi maður hafði teygt sig yfir sætaröðina sína. Þau hafi því gripið tóm sæti þrem röðum framar. „Við hugsuðum að þetta væri ekki mikið mál, við vorum ekki að reyna að ná okkur í sæti á fyrsta farrými,“ sagði Hohl í samtali við fréttastofu KHOU-TV.Sögð skapa hættu Hann segir að flugþjónn hafi komið að þeim og þau hafi útskýrt að þau væru ekki í sínum sætum. Þau hafi þá orðið við bón um að færa sig aftur í sín sæti. Stuttu seinna hafi lögreglustjóri komið um borð og gert þeim að yfirgefa vélina. „Þau sögðu að við værum óstýrlát og gætum skapað hættu í flugi og fyrir aðra farþega,“ sagði Hohn. Talsmaður United gaf aðra sögu af málinu. Hann sagði að parið hefði „ítrekað reynt“ að sitja í sætum sem kostuðu meira en þau sæti sem þau hefðu borgað fyrir. Þeim hafi verið boðið að borga aukalega fyrir dýrari sætin en ekki þegið það. „Þau voru beðin um að yfirgefa vélina og urðu að þeirri ósk,“ sagði Maggie Schmerin, talsmaður United. Hún segir jafnframt að lögregluyfirvöld hafi ekki komið við sögu. Flugfélagið bauð parinu þó upp á afslátt á hótelgistingu og flug morguninn eftir.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistVika er liðin síðan myndband af harkalegri meðferð á farþega, sem dreginn var út úr vél félagsins, vakti heimsathygli. Síðan þá hafa nokkrar miður fagrar sögur borist af flugfélaginu. Til að mynda var farþegi bitinn af sporðdreka um borð í vél félagsins síðastliðinn fimmtudag. Þá var farþega hótað með handjárnum eftir að hann neitaði að færa sig um sæti, sem hann hafði borgað eitt þúsund bandaríkjadala fyrir, fyrir „einhvern mikilvægari.“ United Airlines mun kynna til sögunnar breytingar á stefnu sinni er varðar bókanir á áhafnarmeðlimum flugfélagsins, eftir að myndbandið af meðferð Dao fór í dreifingu. Samkvæmt nýrri stefnu flugfélagsins verður áhafnarmeðlimum nú tryggt sæti um borð í vélum félagsins, að minnsta kosti klukkustund fyrir flugtak, til þess að koma í veg fyrir að henda þurfi farþegum út, líkt og gerðist í tilviki læknisins. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17 United Airlines hyggst breyta um verklag við bókanir farþega Flugfélagið ætlar sér að bóka sæti fyrir áhafnarmeðlimi, að minnsta kosti klukkustund fyrr. 16. apríl 2017 15:38 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram, en nú berast fregnir af því að pari á leið til Costa Rica til að gifta sig hafi verið vísað frá borði í Houston um helgina. Parið sagðist hafa fært sig eftir að hafa fundið sofandi farþega í sætunum sínum, en samkvæmt flugfélaginu hafi þau fært sig í dýrari sæti sem þau hafi ekki borgað fyrir og hafi neitað að færa sig aftur í sín sæti þegar þau hafi verið beðin um það. Amber Maxwell og Michael Hohl voru síðustu farþegarnir til að fara um borð í vélina, sem var hálf full. Þegar þau ætluðu að setjast í sæti sín sáu þau að sofandi maður hafði teygt sig yfir sætaröðina sína. Þau hafi því gripið tóm sæti þrem röðum framar. „Við hugsuðum að þetta væri ekki mikið mál, við vorum ekki að reyna að ná okkur í sæti á fyrsta farrými,“ sagði Hohl í samtali við fréttastofu KHOU-TV.Sögð skapa hættu Hann segir að flugþjónn hafi komið að þeim og þau hafi útskýrt að þau væru ekki í sínum sætum. Þau hafi þá orðið við bón um að færa sig aftur í sín sæti. Stuttu seinna hafi lögreglustjóri komið um borð og gert þeim að yfirgefa vélina. „Þau sögðu að við værum óstýrlát og gætum skapað hættu í flugi og fyrir aðra farþega,“ sagði Hohn. Talsmaður United gaf aðra sögu af málinu. Hann sagði að parið hefði „ítrekað reynt“ að sitja í sætum sem kostuðu meira en þau sæti sem þau hefðu borgað fyrir. Þeim hafi verið boðið að borga aukalega fyrir dýrari sætin en ekki þegið það. „Þau voru beðin um að yfirgefa vélina og urðu að þeirri ósk,“ sagði Maggie Schmerin, talsmaður United. Hún segir jafnframt að lögregluyfirvöld hafi ekki komið við sögu. Flugfélagið bauð parinu þó upp á afslátt á hótelgistingu og flug morguninn eftir.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistVika er liðin síðan myndband af harkalegri meðferð á farþega, sem dreginn var út úr vél félagsins, vakti heimsathygli. Síðan þá hafa nokkrar miður fagrar sögur borist af flugfélaginu. Til að mynda var farþegi bitinn af sporðdreka um borð í vél félagsins síðastliðinn fimmtudag. Þá var farþega hótað með handjárnum eftir að hann neitaði að færa sig um sæti, sem hann hafði borgað eitt þúsund bandaríkjadala fyrir, fyrir „einhvern mikilvægari.“ United Airlines mun kynna til sögunnar breytingar á stefnu sinni er varðar bókanir á áhafnarmeðlimum flugfélagsins, eftir að myndbandið af meðferð Dao fór í dreifingu. Samkvæmt nýrri stefnu flugfélagsins verður áhafnarmeðlimum nú tryggt sæti um borð í vélum félagsins, að minnsta kosti klukkustund fyrir flugtak, til þess að koma í veg fyrir að henda þurfi farþegum út, líkt og gerðist í tilviki læknisins.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17 United Airlines hyggst breyta um verklag við bókanir farþega Flugfélagið ætlar sér að bóka sæti fyrir áhafnarmeðlimi, að minnsta kosti klukkustund fyrr. 16. apríl 2017 15:38 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30
Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17
United Airlines hyggst breyta um verklag við bókanir farþega Flugfélagið ætlar sér að bóka sæti fyrir áhafnarmeðlimi, að minnsta kosti klukkustund fyrr. 16. apríl 2017 15:38
Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44
Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26