Erlent

Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Dunford er yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers.
Joe Dunford er yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers. Vísir/AFP
Joe Dunford, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers, segir að það verði engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan Bandaríkjahers í kjölfar yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær.

Dunford segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherrann hafi tekið ákvörðun um málið og lagt fram áætlun um hvernig skuli hrinda því í framkvæmd. Þetta segir í bréfi Dunford til hermanna og Politico segir frá.

Trump lýsti því yfir á Twitter í gær að bandarísku transfólki yrði meinað að þjóna í hernum. Sagði hann heilbrigðiskostnað við að vera með transfólk starfandi í hernum of mikinn.

Í bréfinu virðist Dunford einnig senda forsetanum pillu þar sem hann segir að „þangað til, munum við [Bandaríkjaher] halda áfram að koma fram við alla starfsmenn okkar af virðingu.“

Áætlað er að transfólk innan bandaríska hersins telji á milli 1.320 og 6.630 af alls 1,3 milljónum, samkvæmt hugveitunni Rand Corporation. Er talið að heilbrigðiskostnaður fyrir transfólk innan hersins sé að hámarki 8,4 milljónir Bandaríkjadala á ári.


Tengdar fréttir

Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu

Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher.

Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu

Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta.

Kastar transfólki úr hernum fyrir múrinn

Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra.

Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum

Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×