Björk segir frá tónlistinni sem hún vann með Wu-Tang Clan og mun aldrei líta dagsins ljós Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2017 18:35 Björk Guðmundsdóttir Vísir/Getty „Við sömdum nokkur lög saman,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um samstarf hennar og bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan á tíunda áratug síðustu aldar. Björk segir frá þessu í viðtali við bandaríska tónlistartímaritið FACT og hryggir aðdáendur sínar með þeim fregnum að afrakstur þess samstarfs muni aldrei líta dagsins ljós. Í viðtalinu segist Björk hafa sett sig í samband við Wu-Tang Clan þegar hún vann að plötunni Homogenic sem var gefin út á því herrans ári 1997. Óskaði hún eftir því að þeir myndu vinna takta fyrir plötuna. Björk vildi fá einskonar íslenska eldgosatakta á plötuna og hafði prófað sig áfram í því en það tók hana langan tíma. Hún segir glettin frá því að óþolinmæði hennar geri það að verkum að hún leyti þá frekar hjálpar og því sett sig í samband við Wu-Tang Clan.RZAVísir/Getty„Ég var á Spáni, og Wu-Tang Clan átti að koma þangað. RZA var væntanlegur. Svo liðu mánuðirnir. Ég kláraði plötuna og skilaði henni af mér. Þá sagði RZA: Ég er tilbúinn. Á ég að koma til Spánar?“ RZA er sviðsnafn Robert Fitzgerald Diggs, eins af forsprökkum Wu-Tang Clan. Björk segir frá því að seinna meir hittust hún og Wu-Tang Clan í New York þar sem þau sömdu nokkur lög saman. „Stundum þegar þú gerir hluti sem þú hafði ekki planað, þá eiga sér stað töfrar. Og ég er sannfærð um það sem við sköpuðum voru töfrar. En þar sem þetta var ekki hluti af Homogenic og ekki hluti af því sem Wu-Tang var að gera á þeim tíma, þá var þetta betra sem hugmynd.“ Hún segir Wu-Tang liða hafa sýnt sér New York borg og það hafi verið afar mikil upplifun. Hún deilir einnig minningu sem hún segir vera í miklu uppáhaldi hjá henni, en það var þegar hún gaf áritanir í Tower Store-plötuverslun í borginni. „Ég mætti og einnig sjö meðlimir úr Wu-Tang Clan til að vernda mig. Ég hafði verið ein á ferð en þegar þeir mættu fannst mér ég vera örugg. Þetta voru töfrar. Í mínum huga eru þeir pönkarar. Við erum svipuð. Við gerum hlutina á vissan hátt. Það besta við þetta er að ég fékk að sjá Wu-Tang útgáfuna af New York. Sem var frekar svalt. Mjög sérstakt sjónarhorn á þá borg og ég er mjög heppin að hafa upplifað það.“ Björk er einnig spurð út í mögulegt samstarf hennar og rapparans Jay-Z. Hún segir rapparann hafa beðið sig um að semja tónlist fyrir hann, sem átti að vera hluti af lagi. „Það varð hins vegar ekkert af því. Því var hreinlega ekki ætlað að gerast.“ Björk Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Við sömdum nokkur lög saman,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um samstarf hennar og bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan á tíunda áratug síðustu aldar. Björk segir frá þessu í viðtali við bandaríska tónlistartímaritið FACT og hryggir aðdáendur sínar með þeim fregnum að afrakstur þess samstarfs muni aldrei líta dagsins ljós. Í viðtalinu segist Björk hafa sett sig í samband við Wu-Tang Clan þegar hún vann að plötunni Homogenic sem var gefin út á því herrans ári 1997. Óskaði hún eftir því að þeir myndu vinna takta fyrir plötuna. Björk vildi fá einskonar íslenska eldgosatakta á plötuna og hafði prófað sig áfram í því en það tók hana langan tíma. Hún segir glettin frá því að óþolinmæði hennar geri það að verkum að hún leyti þá frekar hjálpar og því sett sig í samband við Wu-Tang Clan.RZAVísir/Getty„Ég var á Spáni, og Wu-Tang Clan átti að koma þangað. RZA var væntanlegur. Svo liðu mánuðirnir. Ég kláraði plötuna og skilaði henni af mér. Þá sagði RZA: Ég er tilbúinn. Á ég að koma til Spánar?“ RZA er sviðsnafn Robert Fitzgerald Diggs, eins af forsprökkum Wu-Tang Clan. Björk segir frá því að seinna meir hittust hún og Wu-Tang Clan í New York þar sem þau sömdu nokkur lög saman. „Stundum þegar þú gerir hluti sem þú hafði ekki planað, þá eiga sér stað töfrar. Og ég er sannfærð um það sem við sköpuðum voru töfrar. En þar sem þetta var ekki hluti af Homogenic og ekki hluti af því sem Wu-Tang var að gera á þeim tíma, þá var þetta betra sem hugmynd.“ Hún segir Wu-Tang liða hafa sýnt sér New York borg og það hafi verið afar mikil upplifun. Hún deilir einnig minningu sem hún segir vera í miklu uppáhaldi hjá henni, en það var þegar hún gaf áritanir í Tower Store-plötuverslun í borginni. „Ég mætti og einnig sjö meðlimir úr Wu-Tang Clan til að vernda mig. Ég hafði verið ein á ferð en þegar þeir mættu fannst mér ég vera örugg. Þetta voru töfrar. Í mínum huga eru þeir pönkarar. Við erum svipuð. Við gerum hlutina á vissan hátt. Það besta við þetta er að ég fékk að sjá Wu-Tang útgáfuna af New York. Sem var frekar svalt. Mjög sérstakt sjónarhorn á þá borg og ég er mjög heppin að hafa upplifað það.“ Björk er einnig spurð út í mögulegt samstarf hennar og rapparans Jay-Z. Hún segir rapparann hafa beðið sig um að semja tónlist fyrir hann, sem átti að vera hluti af lagi. „Það varð hins vegar ekkert af því. Því var hreinlega ekki ætlað að gerast.“
Björk Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira