Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu gaf út yfirlýsingu í gær þar sem viðskiptaþvinganir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í garð einræðisríkisins eru fordæmdar. „Þær eru grimmilegar, ósiðlegar og ómannúðlegar.“ Þá segir að þvinganirnar séu til einskis. Frekari þvinganir muni leiða til þess að Norður-Kórea setji meiri kraft í kjarnorkuáætlun sína, en vegna hennar var þvingununum komið á.
Yfirlýsingin er afdráttarlaus. Fram kemur meðal annars að tilgangur þvingananna hafi verið að „útrýma“ norðurkóresku þjóðinni og ríkisstjórninni. Þvinganirnar ganga út á að hamla olíuflutningum til og frá ríkinu og að banna viðskipti með norðurkóreskar textílvörur.
Segja þvinganir til einskis
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
