Guðmundur Ágúst fær að keppa við Henrik Stenson á Nordea Masters Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2017 15:19 Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/GSÍ Guðmundur Ágúst Kristjánsson sýndi styrk sinn á úrtökumóti fyrir Nordea Masters og tryggði sér þátttökurétt á sjálfu Nordea Masters sem er hluti af sterkustu mótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst varð í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir Nordea Masters en hann lék á fimm höggum undir pari á Barsebäck golfvellinum sem er rétt utan við Malmö í Svíþjóð. Með árangri sínum náði atvinnukylfingurinn úr GR að tryggja sér keppnisrétt á sjálfu Nordea Masters sem er hluti af sterkustu mótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst lék á 68 höggum á þessum par 73 velli. Hann fékk sex fugla og einn skolla. Fjórir fuglanna komu á par 4 holu en tveir þeirra komu á par 5 holu. Skollinn var síðan á par 4 holu. Mótið fer fram 1.-4. júní á Barsebäck og þar mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims. Enska ungstirnið Matthew Fitzpatrick hefur titil að verja á mótinu. Alls reyndu 124 kylfingar sig á úrtökumótinu en alls komust þrír áfram. Adrien Bernadet og Niklas Lemke öðluðust keppnisrétt líkt og Guðmundur Ágúst. Þar mæta til leiks kylfingar á borð við heimamennina Henrik Stenson og Alexander Noren. Andri Þór Björnsson (GR), Axel Bóasson (GK) og Haraldur Franklín Magnús (GR) komust ekki áfram. Andri lék á einu höggi undir pari, Axel á +2 og Haraldur á +4. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson sýndi styrk sinn á úrtökumóti fyrir Nordea Masters og tryggði sér þátttökurétt á sjálfu Nordea Masters sem er hluti af sterkustu mótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst varð í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir Nordea Masters en hann lék á fimm höggum undir pari á Barsebäck golfvellinum sem er rétt utan við Malmö í Svíþjóð. Með árangri sínum náði atvinnukylfingurinn úr GR að tryggja sér keppnisrétt á sjálfu Nordea Masters sem er hluti af sterkustu mótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst lék á 68 höggum á þessum par 73 velli. Hann fékk sex fugla og einn skolla. Fjórir fuglanna komu á par 4 holu en tveir þeirra komu á par 5 holu. Skollinn var síðan á par 4 holu. Mótið fer fram 1.-4. júní á Barsebäck og þar mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims. Enska ungstirnið Matthew Fitzpatrick hefur titil að verja á mótinu. Alls reyndu 124 kylfingar sig á úrtökumótinu en alls komust þrír áfram. Adrien Bernadet og Niklas Lemke öðluðust keppnisrétt líkt og Guðmundur Ágúst. Þar mæta til leiks kylfingar á borð við heimamennina Henrik Stenson og Alexander Noren. Andri Þór Björnsson (GR), Axel Bóasson (GK) og Haraldur Franklín Magnús (GR) komust ekki áfram. Andri lék á einu höggi undir pari, Axel á +2 og Haraldur á +4.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira