Hættir sauðfjárrækt og gerist ferðabóndi í von um að geta búið áfram á Rauðasandi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2017 22:30 Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi á Rauðasandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bóndinn á Rauðasandi, sem lamaðist í bílslysi fyrir fjórtán árum, Ástþór Skúlason, hefur ákveðið að hætta sauðfjárbúskap. Hann hyggst í staðinn ásamt konu sinni freista gæfunnar í ferðaþjónustu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Ástþór, sem sjá má hér. Þegar ekið er úr Patreksfirði yfir á Rauðasand er það bærinn Melanes sem sést lengst á vinstri hönd út með fjallinu. Það var í slysi á þessum vegi árið 2003 sem bóndinn þar, Ástþór Skúlason, lamaðist neðan mittis, en hann þótti sýna ótrúlega þrautsegju þegar hann ákvað að halda áfram búskap, bundinn í hjólastól.Ekið niður á Rauðasand. Bærinn Melanes er út með fjallinu lengst til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er komið að tímamótum. Ástþór hefur losað sig við megnið af fjárstofninum. „Ég er jú með fáeinar kindur enn en svo má kannski segja að maður sé að snúa sér í ferðamennskuna og gerast ferðabóndi,” segir Ástþór. Afkoman var orðin svo léleg að hann sá fram á að örorkubæturnar færu til að greiða með sauðkindinni. En fleira kemur til. „Ég er einn eftir hér á stóru svæði með sauðfé og smalamennskur eru orðnar mjög erfiðar. Ég er eiginlega algerlega upp á aðra kominn með smalamennskur, þannig séð. Það er bara að verða erfiðara og erfiðara að fá fólk í smalamennskur.”Frá tjaldstæðinu á Melanesi. Fjaran á Rauðasandi sést fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sem næsti nágranni við hið sögufræga eyðibýli Sjöundá sér Ástþór tækifæri í þeim þúsundum ferðamanna sem heimsækja Rauðasand. „Ætli það hafi ekki komið hér í gegn í fyrrasumar trúlega eitthvað í kringum sextán þúsund manns. Það er stöðug aukning.” Ástþór og kona hans, Sigríður María Sigurðardóttir, stofnuðu í fyrra fyrirtæki um ferðaþjónustu og hafa komið upp tjaldstæði með þjónustuhúsum. „Við ákváðum að reisa hér nýja aðstöðu. Draumurinn er að geta látið það vaxa svolítið og hafa af því tekjur í framtíðinni.” Ný þjónustuhús eru risin við tjaldstæðið. Draumurinn er að koma einnig upp gistihúsum fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Markmiðið er jafnframt að reisa hús til útleigu á Melanesi. „Ef það tekst þá sjáum við fram á að geta vel búið hér áfram. En það náttúrlega veltur á því að geta komið upp frekari aðstöðu,” segir Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi. Tengdar fréttir Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00 Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Bóndinn á Rauðasandi, sem lamaðist í bílslysi fyrir fjórtán árum, Ástþór Skúlason, hefur ákveðið að hætta sauðfjárbúskap. Hann hyggst í staðinn ásamt konu sinni freista gæfunnar í ferðaþjónustu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Ástþór, sem sjá má hér. Þegar ekið er úr Patreksfirði yfir á Rauðasand er það bærinn Melanes sem sést lengst á vinstri hönd út með fjallinu. Það var í slysi á þessum vegi árið 2003 sem bóndinn þar, Ástþór Skúlason, lamaðist neðan mittis, en hann þótti sýna ótrúlega þrautsegju þegar hann ákvað að halda áfram búskap, bundinn í hjólastól.Ekið niður á Rauðasand. Bærinn Melanes er út með fjallinu lengst til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú er komið að tímamótum. Ástþór hefur losað sig við megnið af fjárstofninum. „Ég er jú með fáeinar kindur enn en svo má kannski segja að maður sé að snúa sér í ferðamennskuna og gerast ferðabóndi,” segir Ástþór. Afkoman var orðin svo léleg að hann sá fram á að örorkubæturnar færu til að greiða með sauðkindinni. En fleira kemur til. „Ég er einn eftir hér á stóru svæði með sauðfé og smalamennskur eru orðnar mjög erfiðar. Ég er eiginlega algerlega upp á aðra kominn með smalamennskur, þannig séð. Það er bara að verða erfiðara og erfiðara að fá fólk í smalamennskur.”Frá tjaldstæðinu á Melanesi. Fjaran á Rauðasandi sést fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sem næsti nágranni við hið sögufræga eyðibýli Sjöundá sér Ástþór tækifæri í þeim þúsundum ferðamanna sem heimsækja Rauðasand. „Ætli það hafi ekki komið hér í gegn í fyrrasumar trúlega eitthvað í kringum sextán þúsund manns. Það er stöðug aukning.” Ástþór og kona hans, Sigríður María Sigurðardóttir, stofnuðu í fyrra fyrirtæki um ferðaþjónustu og hafa komið upp tjaldstæði með þjónustuhúsum. „Við ákváðum að reisa hér nýja aðstöðu. Draumurinn er að geta látið það vaxa svolítið og hafa af því tekjur í framtíðinni.” Ný þjónustuhús eru risin við tjaldstæðið. Draumurinn er að koma einnig upp gistihúsum fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Markmiðið er jafnframt að reisa hús til útleigu á Melanesi. „Ef það tekst þá sjáum við fram á að geta vel búið hér áfram. En það náttúrlega veltur á því að geta komið upp frekari aðstöðu,” segir Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi.
Tengdar fréttir Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00 Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15
Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Hátt verðlag veldur því að ferðamenn velja styttri Íslandsferðir og hafa ekki tíma fyrir Vestfirði, segir framkvæmdastjóri Sjóferða á Ísafirði. 2. ágúst 2017 21:00