Innlent

Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans

Samúel Karl Ólason skrifar
Sarah Palin.
Sarah Palin. Vísir/AFP
Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska, gagnrýndi Íslendinga harðlega og líkti Íslandi við Þýskaland nasismans á Fox í gærkvöldi. Hún var fengin til að ræða um umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið á Íslandi, sem einnig var birt í gærkvöldi. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því.



Palin, sem á níu ára barn með Downs-heilkenni, sagðist ekki hafa getað horft á alla umfjöllunina á CBS vegna sorgar.

„Þetta umburðarleysi gagnvart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“

Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heldur drepa

Palin sagði að það hvernig Íslendingar „máðu út“ líf einstakra einstaklinga til að byggja fullkominn kynstofn, væri svipað og reynt hefði verið í Þýskalandi á tímum nasismans. Það hefði haft hræðilegar afleiðingar.

„Þú orðar þetta svo vel,“ svaraði fréttakonan Martha MacCallum.

Umfjöllun CBS hefur vakið gífurlega athygli og hafa fjölmargri miðlar tekið hana upp. Málið hefur sérstaklega verið tekið fyrir á miðlinum Snopes, sem kannar sannleiksgildi frétta og sögusagna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×