Hversu oft ættu fyrirtæki að mæla viðhorf starfsmanna? Gunnhildur Arnardóttir skrifar 16. ágúst 2017 07:00 Það hefur lengi þekkst að mæla viðhorf starfsmanna í árlegum vinnustaðakönnunum. Slíkar mælingar eru mikilvægar og gefa margvíslegar upplýsingar um upplifun starfsmanna á mikilvægum þáttum. Vandamálið er hins vegar að frá því mælingin er gerð og þar til niðurstöður liggja fyrir líða oft margir mánuðir. Sífellt fleiri stjórnendur eru að gera sér grein fyrir hversu mikils virði er að mæla oftar. Hraðvirkari upplýsingagjöf á stjórnunarupplýsingum hefur bein áhrif á fjárhagslegan árangur fyrirtækja. Með því að gera stuttar hnitmiðaðar viðhorfsmælingar sést strax hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Einnig er komið til móts við nýja kynslóð starfsmanna sem vilja njóta trausts yfirmanns síns og vera þátttakandi í að móta vinnustaðinn. Að láta reglulega álit sitt í ljós á mikilvægustu þáttum í vinnustaðaumhverfinu sem strax eru birtir og ræddir fær starfsmanninn til að upplifa að álit hans skipti máli. Að sama skapi fá stjórnendur endurgjöf frá starfsmönnum varðandi það hvort þeir drífi verkefni áfram, hvort starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast, hvort samskipti séu opin og eðlileg og hvort borin sé virðing fyrir þeim. En það er ekki nóg að mæla, það þarf að skilja gögnin, kynna niðurstöður strax fyrir hverjum hóp fyrir sig, ræða opinskátt um niðurstöðuna og hverju þarf að breyta. Þannig myndast stöðug lærdómskúrfa og gagnsæi sem nýtist öllum á vinnustaðnum. Ákvörðunartaka verður hnitmiðaðri, stjórnendur eflast og starfsmenn upplifa mikilvægi sitt. Fyrstu hugleiðingar stjórnenda eru oft þær að starfsmenn fái leiða á að svara og svörunarhlutfall muni minnka með tímanum. HR Monitor er íslenskt fyrirtæki sem býður vinnustöðum upp á mánaðarlegar rauntímamælingar. Á meðan mæling stendur yfir fá allir stjórnendur daglega upplýsingar um svörunarhlutfall í sinni deild. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að því oftar sem upplifun er mæld því hærra er svörunarhlutfallið. Þetta er í takt við niðurstöður þeirra sem starfa með slíkar mælingar erlendis. Richard Branson segir: „Viðskiptavinurinn er ekki númer eitt, það er starfsmaðurinn sem er númer eitt. Ef þú hugsar vel um starfsmennina þá hugsa þeir vel um viðskiptavininn.“ Viðhorf starfsmanna ætti því að mæla mánaðarlega rétt eins og aðrar lykiltölur fyrirtækisins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi þekkst að mæla viðhorf starfsmanna í árlegum vinnustaðakönnunum. Slíkar mælingar eru mikilvægar og gefa margvíslegar upplýsingar um upplifun starfsmanna á mikilvægum þáttum. Vandamálið er hins vegar að frá því mælingin er gerð og þar til niðurstöður liggja fyrir líða oft margir mánuðir. Sífellt fleiri stjórnendur eru að gera sér grein fyrir hversu mikils virði er að mæla oftar. Hraðvirkari upplýsingagjöf á stjórnunarupplýsingum hefur bein áhrif á fjárhagslegan árangur fyrirtækja. Með því að gera stuttar hnitmiðaðar viðhorfsmælingar sést strax hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Einnig er komið til móts við nýja kynslóð starfsmanna sem vilja njóta trausts yfirmanns síns og vera þátttakandi í að móta vinnustaðinn. Að láta reglulega álit sitt í ljós á mikilvægustu þáttum í vinnustaðaumhverfinu sem strax eru birtir og ræddir fær starfsmanninn til að upplifa að álit hans skipti máli. Að sama skapi fá stjórnendur endurgjöf frá starfsmönnum varðandi það hvort þeir drífi verkefni áfram, hvort starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast, hvort samskipti séu opin og eðlileg og hvort borin sé virðing fyrir þeim. En það er ekki nóg að mæla, það þarf að skilja gögnin, kynna niðurstöður strax fyrir hverjum hóp fyrir sig, ræða opinskátt um niðurstöðuna og hverju þarf að breyta. Þannig myndast stöðug lærdómskúrfa og gagnsæi sem nýtist öllum á vinnustaðnum. Ákvörðunartaka verður hnitmiðaðri, stjórnendur eflast og starfsmenn upplifa mikilvægi sitt. Fyrstu hugleiðingar stjórnenda eru oft þær að starfsmenn fái leiða á að svara og svörunarhlutfall muni minnka með tímanum. HR Monitor er íslenskt fyrirtæki sem býður vinnustöðum upp á mánaðarlegar rauntímamælingar. Á meðan mæling stendur yfir fá allir stjórnendur daglega upplýsingar um svörunarhlutfall í sinni deild. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að því oftar sem upplifun er mæld því hærra er svörunarhlutfallið. Þetta er í takt við niðurstöður þeirra sem starfa með slíkar mælingar erlendis. Richard Branson segir: „Viðskiptavinurinn er ekki númer eitt, það er starfsmaðurinn sem er númer eitt. Ef þú hugsar vel um starfsmennina þá hugsa þeir vel um viðskiptavininn.“ Viðhorf starfsmanna ætti því að mæla mánaðarlega rétt eins og aðrar lykiltölur fyrirtækisins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun