Erlent

Munkur tekinn með gríðarlegt magn af fíkniefnum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fíkniefnaframleiðsla er mikið vandamál í Búrma.
Fíkniefnaframleiðsla er mikið vandamál í Búrma. vísir/epa
Lögreglan í Burma handtók nýverið búdda-munk sem grunaður er um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli þar í landi. Alls fundust fjórar milljónir metamfetamíntöflur í klaustri munksins en heildarverðmæti fíkniefnanna er talið hlaupa á ríflega níu milljónum bandaríkjadala.

Upp komst um málið þegar lögregla stöðvaði bíl munksins í Rakhine-fylki og fann í honum um 400 þúsund töflur. Var þá leitað í klaustrinu þar sem enn meira magn af fíkniefnum fannst.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að fíkniefnaframleiðsla í Búrma hafi færst mjög í aukana á undanförnum árum, þá fyrst og fremst framleiðsla á metamfetamíni, á ópíum og kannabisi. Ástæðan sé meðal annars lélegt landamæraeftirlit. Þá segir jafnframt að maðurinn, sem kallaður er Arsara, sé vel þekktur á meðal búddista í bænum Maungdaw, þar sem klaustrið er, og að hann sé einn af leiðtogum klaustursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×