Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2017 15:37 Björn Ingi Hrafnsson hefur verið virkur í fjárfestingum undanfarin misseri en þó aðallega á fjölmiðlamarkaði. Vísir/Ernir Samkeppniseftirlitið mun ekkert aðhafast í kaupum Pressunnar hf. á Birtingi útgáfufélagi. Eftirlitið telur að kaupin brjóti ekki í bága við samkeppnislög. Ákvörðunin var birt á vef Samkeppniseftirlitsins á föstudag.Frá kaupunum var greint í nóvember en um svipað leyti festi Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður, útgefandi og 25% eigandi í Pressunni, kaup á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Fjölmiðlafyrirtækið var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði á síðasta ári en á sama tíma eru dótturfélögin rekin með tapi. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is en Vefpressan tapaði 20 milljónum á síðasta ári og Eyjan tæplega sjö milljónum. Ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2015 hefur ekki verið skilað. Samkeppniseftirlitið telur að samruninn muni ekki hindra samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Minnst er á bága fjárhagsstöðu Birtings í því sambandi. „Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni, fjölræði eða fjölbreytni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti,“ segir í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Flaggskip Birtings hafa verið tímaritin Gestgjafinn og svo samkvæmistímaritið Séð og heyrt. Þar virðist Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hafa ritstýrt sínu síðasta blaði, ef marka má viðtal við hana í Brennslunni á FM957 á dögunum, og óvissa er hvað tekur við hjá blaðinu. Gert er ráð fyrir því að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um tveir milljarðar króna. Starfsfólk samstæðunnar verður vel á annan hundrað, en starfsstöðvar eru í Kringlunni, Garðabæ, Ármúla og Skeifunni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01 Tap hjá ÍNN Fjölmiðlafyrirtækið ÍNN-Ísland Nýjasta Nýtt tapaði 16,5 milljónum króna á síðasta ári. 20. desember 2016 14:29 Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41 Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mun ekkert aðhafast í kaupum Pressunnar hf. á Birtingi útgáfufélagi. Eftirlitið telur að kaupin brjóti ekki í bága við samkeppnislög. Ákvörðunin var birt á vef Samkeppniseftirlitsins á föstudag.Frá kaupunum var greint í nóvember en um svipað leyti festi Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður, útgefandi og 25% eigandi í Pressunni, kaup á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Fjölmiðlafyrirtækið var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði á síðasta ári en á sama tíma eru dótturfélögin rekin með tapi. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is en Vefpressan tapaði 20 milljónum á síðasta ári og Eyjan tæplega sjö milljónum. Ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2015 hefur ekki verið skilað. Samkeppniseftirlitið telur að samruninn muni ekki hindra samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Minnst er á bága fjárhagsstöðu Birtings í því sambandi. „Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni, fjölræði eða fjölbreytni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti,“ segir í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Flaggskip Birtings hafa verið tímaritin Gestgjafinn og svo samkvæmistímaritið Séð og heyrt. Þar virðist Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hafa ritstýrt sínu síðasta blaði, ef marka má viðtal við hana í Brennslunni á FM957 á dögunum, og óvissa er hvað tekur við hjá blaðinu. Gert er ráð fyrir því að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um tveir milljarðar króna. Starfsfólk samstæðunnar verður vel á annan hundrað, en starfsstöðvar eru í Kringlunni, Garðabæ, Ármúla og Skeifunni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01 Tap hjá ÍNN Fjölmiðlafyrirtækið ÍNN-Ísland Nýjasta Nýtt tapaði 16,5 milljónum króna á síðasta ári. 20. desember 2016 14:29 Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41 Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01
Tap hjá ÍNN Fjölmiðlafyrirtækið ÍNN-Ísland Nýjasta Nýtt tapaði 16,5 milljónum króna á síðasta ári. 20. desember 2016 14:29
Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41
Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48