Innlent

Brotist inn í Þjóðleikhúsið

atli ísleifsson skrifar
Þjóðleikhúsið stendur við Hverfisgötu.
Þjóðleikhúsið stendur við Hverfisgötu. Vísir/valli
Lögreglu barst tilkynning um að brotist hafi verið inn í Þjóðleikhúsið á tíunda tímanum í morgun. Í dagbók lögreglu segir að eitthvað af verkfærum hafi verið stolið og er málið í rannsókn.

Um hálf níu barst lögreglu tilkynning um karlmann í annarlegu ástandi í hverfinu 105 þar sem hann var meðal annars að valda ónæði með því að hringja dyrabjöllu hjá íbúa í hverfinu sem þekkti ekki til hans. Karlmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á vettvang.

Þá var karlmaður og kvenmaður handtekin í húsnæði í miðborginni vegna gruns um innbrot og þjófnað. Fannst meint þýfi við leit í húsnæðinu og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

Loks segir að karlmaður hafi verið handtekinn í húsnæði í miðborginni vegna gruns um húsbrot og vörslu og neyslu kannabisefna. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins þar sem hann verður yfirheyrður vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×