Liverpool hefur gefist upp á að reyna að fá gíneska miðjumanninn Naby Keïta frá RB Leipzig.
Samkvæmt heimildum Sky Sports hætti Liverpool við að reyna að fá Keïta eftir að öðru tilboði félagsins í hann var hafnað fyrir tveimur vikum.
Leipzig ætlar ekki að selja Keïta og ólíklegt þykir að breyting verði þar á.
Keïta komst í fréttirnar fyrr í vikunni þegar hann braut gróflega á liðsfélaga sínum, Diego Demme, á æfingu sem var í kjölfarið blásin af. Keïta bað Demme seinna afsökunar á tæklingunni.
Keïta sló í gegn með Leipzig á síðasta tímabili. Hann lék 31 leik með liðinu í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði átta mörk.
