Erlent

Forsætisráðherra Póllands á sjúkrahús eftir árekstur

atli ísleifsson skrifar
Óhappið átti sér stað í Oswiecim, heimabæ Szydlo.
Óhappið átti sér stað í Oswiecim, heimabæ Szydlo. Vísir/afp
Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, var flutt á sjúkrahús eftir að ekið var á ráðherrabíl hennar í gær. Meiðsli Szydlo munu vera minniháttar, en hún mun eitthvað dvelja áfram á sjúkrahúsinu þar sem fylgst verður með líðan hennar.

SVT hefur eftir talsmanni hennar, Rafal Bochenek, að ekki sé ljóst hvort að hún muni mæta á ríkisstjórnarfund sem fyrirhugaður er á þriðjudag. Forsætisráðherrann mun sinna ráðherraskyldum sínum frá sjúkrahúsinu að sinni.

Að sögn Bochenek var var bíl ekið á limmósínu Szydlo sem hafnaði síðar á tré í heimabæ hennar, Oswiecim, skammt frá Krakow. Segir hann að um óhapp hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×