Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ. Hann hlaut 56 prósent greiddra atkvæða í formannskjöri á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum. Við ræðum við Guðna Bergs í beinni frá Vestmannaeyjum í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við fjöllum líka um málefni um árangurslaust fjárnám sem gert var hjá útgáfufélagi Fréttatímans en sama dag hóf útgefandinn söfnun frjálsra framlaga í öðru félagi til að halda útgáfu blaðsins gangandi.

Samgönguráðherra vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með því að setja upp tekjuhlið á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Tillagan fær blendin viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni.

Við fjöllum líka um björgun forseta Íslands en hann skellti sér í sjóinn á æfingu Landhelgisgæslunnar.

Þá heimsækjum við einstakt bókasafn á Eyrarbakka þar sem eingöngu eru bækur eftir kvenrithöfunda. Þar má finna 2.500 titla eftir konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×