Björn: Menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 19:51 Björn Einarsson tapaði formannsslagnum á 71. ársþingi KSÍ sem fram fór í Vestmanneyjum í dag. Guðni Bergsson fékk 83 atkvæði eða sautján fleiri atkvæði en Björn sem stóð uppi með 66 atkvæði. „Ég átti von á því að niðurstaðan yrði öðruvísi. Ég stefndi að því allan tímann að verða formaður því maður fer ekki út í svona nema til að vinna. Maður vill alltaf vinna þegar maður fer út í baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart og ég er vonsvikinn,“ sagði Björn Einarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir að ársþinginu lauk.Fannst honum stuðningurinn við hann dvína þegar leið á framboðið? „Ég fann fyrir miklum meðbyr og svo jafnaðist baráttan. Þetta voru mjög ólík sýn á málin. Ég stóð fyrir mjög skýrum breytingum sem að ég tel að KSÍ þurfi mjög mikið á að halda. Það þarf að styrkja reksturinn, fá meira gegnsæi, meira traust og meiri trúverðugleika. KSÍ stendur á þannig grunni að þetta eru nauðsynleg skref fyrir KSÍ og ég hvet nýja forystu til að stíga þessi skref sem ég var að tala fyrir,“ sagði Björn.Var fólkið á þinginu sammála því að það þurfi að fara í þær breytingar sem hann var að tala um? „Ég var með mjög skýra framsetningu og uppsetningu allan tímann á mínu framboði og sló aldrei af þeirri hugmyndafræði. Ég var tilbúinn að standa og falla með þeirri hugmyndafræði því ég er svo viss um að þetta séu virkilega hugmyndirnar sem þurfa að ná inn til KSÍ núna,“ sagði Björn.En hvað þarf helst að gerast? „Það er mjög mikilvægt að fara yfir ímyndina og öðlast þetta gagnsæi, traust og trúveruleika sem sambandið verður að hafa. Það má segja að menn voru ekki tilbúnir í þessar breytingar og menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi. Niðurstaðan sýndi það í dag,“ sagði Björn. Björn er formaður Víkings og hefur áður verið formaður knattspyrnudeildar Víkings. Mun hann áfram hafa afskipti af íþróttum og þá knattspyrnu sérstaklega? „Já, að sjálfsögðu. Víkingur er mitt félag og það er hluti af hjartanu. Það er það sem rekur mann áfram alla daga. Núna eru mínir kraftar hundrað prósent í Víkingi og að sjálfsögðu í minni góðu og skemmtilegu vinnu,“ sagði Björn en hann er framkvæmdastjóri TVG-Zimsen á Íslandi. Sér hann fyrir sér að gefa kost á sér til annarra trúnaðarstarfa innan KSÍ? „Nei,“ sagði Björn sem ætlar heldur ekki að gefa aftur kost á sér þegar kosið verður um formann KSÍ í framtíðinni. Það má sjá allt viðtalið við Björn Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40 Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09 Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Björn Einarsson tapaði formannsslagnum á 71. ársþingi KSÍ sem fram fór í Vestmanneyjum í dag. Guðni Bergsson fékk 83 atkvæði eða sautján fleiri atkvæði en Björn sem stóð uppi með 66 atkvæði. „Ég átti von á því að niðurstaðan yrði öðruvísi. Ég stefndi að því allan tímann að verða formaður því maður fer ekki út í svona nema til að vinna. Maður vill alltaf vinna þegar maður fer út í baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart og ég er vonsvikinn,“ sagði Björn Einarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir að ársþinginu lauk.Fannst honum stuðningurinn við hann dvína þegar leið á framboðið? „Ég fann fyrir miklum meðbyr og svo jafnaðist baráttan. Þetta voru mjög ólík sýn á málin. Ég stóð fyrir mjög skýrum breytingum sem að ég tel að KSÍ þurfi mjög mikið á að halda. Það þarf að styrkja reksturinn, fá meira gegnsæi, meira traust og meiri trúverðugleika. KSÍ stendur á þannig grunni að þetta eru nauðsynleg skref fyrir KSÍ og ég hvet nýja forystu til að stíga þessi skref sem ég var að tala fyrir,“ sagði Björn.Var fólkið á þinginu sammála því að það þurfi að fara í þær breytingar sem hann var að tala um? „Ég var með mjög skýra framsetningu og uppsetningu allan tímann á mínu framboði og sló aldrei af þeirri hugmyndafræði. Ég var tilbúinn að standa og falla með þeirri hugmyndafræði því ég er svo viss um að þetta séu virkilega hugmyndirnar sem þurfa að ná inn til KSÍ núna,“ sagði Björn.En hvað þarf helst að gerast? „Það er mjög mikilvægt að fara yfir ímyndina og öðlast þetta gagnsæi, traust og trúveruleika sem sambandið verður að hafa. Það má segja að menn voru ekki tilbúnir í þessar breytingar og menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi. Niðurstaðan sýndi það í dag,“ sagði Björn. Björn er formaður Víkings og hefur áður verið formaður knattspyrnudeildar Víkings. Mun hann áfram hafa afskipti af íþróttum og þá knattspyrnu sérstaklega? „Já, að sjálfsögðu. Víkingur er mitt félag og það er hluti af hjartanu. Það er það sem rekur mann áfram alla daga. Núna eru mínir kraftar hundrað prósent í Víkingi og að sjálfsögðu í minni góðu og skemmtilegu vinnu,“ sagði Björn en hann er framkvæmdastjóri TVG-Zimsen á Íslandi. Sér hann fyrir sér að gefa kost á sér til annarra trúnaðarstarfa innan KSÍ? „Nei,“ sagði Björn sem ætlar heldur ekki að gefa aftur kost á sér þegar kosið verður um formann KSÍ í framtíðinni. Það má sjá allt viðtalið við Björn Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40 Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09 Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40
Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48
Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45
Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09
Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40
Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22