Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2017 14:14 Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, setti fundinn. Vísir/Eyþór/Ernir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt verður á þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn er í dag. Jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði. Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði fundinn. „Auðvitað heilt yfir höfum við staðið okkur mjög vel í þessum málaflokki. Umhverfið er gerbreytt frá því sem áður var fyrir tilstilli mikilvægrar baráttu hinsegin fólks sem hefur skilað árangri og verið til fyrirmyndar hvernig að henni hefur verið staðið í gegnum árin. Auðvitað er mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð. En það virðist vera að þegar kemur að transfólki og kynskiptum og öðru slíku þáttum þá stöndumst við ekki nægilega vel samanburð við nágrannaþjóðir okkar og það hljótum við að þurfa að skoða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé verk að vinna í baráttunni fyrir réttindum og heilsu hinsegin fólks á Íslandi. „Alveg klárlega og auðvitað er það með þennan hóps eins og aðra að við eigum aldrei að láta staðar numið í baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks, óháð kynhneigð, kynvitund, kynferði, trúarbrögðum, þjoðerni og svo framvegis. Þetta auðvitað á að vera ævarandi barátta og verkefni fyrir okkur á meðan jöfnum réttindum er ekki náð.“Vantar ekki heildstæða jafnréttislöggjöf? Við eigum einungis löggjöf sem tekur á mismunun á grundvelli kynferðis, þarf ekki að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði? „Jú. Og raunar er innan ráðuneytisins unnið að aðgerðaráætlun þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er alveg ljóst að við þurfum að horfa með miklu heildstæðari hætti á jafnréttismálin heldur en eingöngu út frá kynferði.“ Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt verður á þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn er í dag. Jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði. Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði fundinn. „Auðvitað heilt yfir höfum við staðið okkur mjög vel í þessum málaflokki. Umhverfið er gerbreytt frá því sem áður var fyrir tilstilli mikilvægrar baráttu hinsegin fólks sem hefur skilað árangri og verið til fyrirmyndar hvernig að henni hefur verið staðið í gegnum árin. Auðvitað er mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð. En það virðist vera að þegar kemur að transfólki og kynskiptum og öðru slíku þáttum þá stöndumst við ekki nægilega vel samanburð við nágrannaþjóðir okkar og það hljótum við að þurfa að skoða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé verk að vinna í baráttunni fyrir réttindum og heilsu hinsegin fólks á Íslandi. „Alveg klárlega og auðvitað er það með þennan hóps eins og aðra að við eigum aldrei að láta staðar numið í baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks, óháð kynhneigð, kynvitund, kynferði, trúarbrögðum, þjoðerni og svo framvegis. Þetta auðvitað á að vera ævarandi barátta og verkefni fyrir okkur á meðan jöfnum réttindum er ekki náð.“Vantar ekki heildstæða jafnréttislöggjöf? Við eigum einungis löggjöf sem tekur á mismunun á grundvelli kynferðis, þarf ekki að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði? „Jú. Og raunar er innan ráðuneytisins unnið að aðgerðaráætlun þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er alveg ljóst að við þurfum að horfa með miklu heildstæðari hætti á jafnréttismálin heldur en eingöngu út frá kynferði.“
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira