Innlent

Alvarlegt umferðarslys við Bitruháls

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Slökkviliðið varð að nýtast við klippur til að ná einum farþega úr bílnum.
Slökkviliðið varð að nýtast við klippur til að ná einum farþega úr bílnum. Vísir/Jói K.
Alvarlegt umferðarslys átti sér stað á gatnamótum Bæjarháls og Bitruháls í Reykjavík, þegar tveir bílar rákust saman.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru fimm sjúkrabílar sendir á vettfang, en slökkviliðið varð að notast við klippur til að ná einum farþega úr bílnum. Sjö voru fluttir á slysadeild Landspítalans, en ökumaður annars bílsins var í æfingarakstri. 

Ekki fást frekari upplýsingar að svo stöddu.

Vísir/Jói K



Fleiri fréttir

Sjá meira


×