Erlent

Kominn heim eftir að hafa verið fastur í 50 ár í Indlandi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn eignaðist fjölskyldu í Indlandi, en gat aldrei ferðast til baka til Kína.
Maðurinn eignaðist fjölskyldu í Indlandi, en gat aldrei ferðast til baka til Kína.
Kínverskum manni, sem hafði verið meinað að yfirgefa Indland í rúm 50 ár, er nú loksins kominn heim. BBC greinir frá.

Um er að ræða manninn Wang Qi, en hann var landmælingarmaður í kínverska hernum árið 1963 og gekk að eigin sögn óvart inn fyrir landamæri Indlands, einungis örfáum vikum eftir að stríði á milli landanna tveggja hafði lokið.

Qi var settur í fangelsi af indverskum yfirvöldum, en hann var látinn laus árið 1969. Allar götur síðan, þar til nú, var Qi meinað að yfirgefa landið, þar sem hann vantaði nauðsynleg gögn til þess að geta yfirgefið landið.

Það breyttist nýlega þegar erlendir fjölmiðlar veittu máli hans athygli, en kínversk yfirvöld hafa nýlega farið yfir mál Qi og var honum veitt gilt kínverskt vegabréf nýlega. Þá gáfu indversk yfirvöld honum einnig grænt ljós til þess að ferðast aftur til síns heima.

Qi hafði eignast indverska eiginkonu og eignast með henni fjölskyldu, á þeim 50 árum sem hann bjó í Indlandi.

Qi flaug frá Delí, í Indlandi, til Peking, í Kína, þar sem hann hitti fjölskyldu sína. Þegar hann mætti svo loksins aftur til heimaborgar sinnar Xianyang var mannfjöldi samankominn til þess að fagna heimkomu hans.

Ekki er ljóst hvort að Qi muni fara aftur til Indlands, eftir heimför sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×