Erlent

Tugir þúsunda yfirgáfu heimili sín í Grikklandi vegna sprengju

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Grískir hermenn við vettvang, þar sem sprengjan fannst.
Grískir hermenn við vettvang, þar sem sprengjan fannst. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 70.000 manns urðu að yfirgefa heimili sín í grísku borginni, Þessalóníku, eftir að sprengja frá síðari heimsstyrjöldinni fannst undir götu í borginni. BBC greinir frá. 

Sprengjan, sem vegur 200 kíló, er sú stærsta, sem fundist hefur í Grikklandi frá síðari heimsstyrjöld, en verkamenn sem unnu við vegavinnu uppgötvuðu sprengjuna.

Sprengjan er of illa farin til þess að hægt sé að greina hvort um sé að ræða sprengju frá bandamönnum eða Þýskalandi.

Gríski herinn vinnur nú að því að gera sprengjuna óvirka, en íbúar í 2 kílómetra fjarlægð frá svæðinu munu ekki geta farið aftur til síns heima þar til á sunnudagsmorgun.

Er um að ræða flóknustu aðgerðir í sögu hersins, þar sem íbúafjöldi á svæðinu er gífurlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×